Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 47
N á t t g a n g a í s t r í ð s m y r k r i TMM 2014 · 1 47 seint um haust nokkrum árum eftir að samningar um vopnahléið höfðu náðst voru friðargæsluliðar frá höfuðstöðvunum í Colombo í starfsheimsókn í Kíli og lóðsuðu með sér háttsettan diplómat sem kominn var til að líta á aðstæður friðargæsluliða í sveitinni norrænu. Í Kílinochchi höfðu skömmu áður orðið vaktaskipti friðargæsluliða og var sá sem hafði verið hvað hagvanastur þar á bak og burt. Til að brúa nokkurra daga bil áður en nýr yfirmaður tæki við stjórnartaumum hafði verið lánaður tiltölulega ungur maður til Kíli, en hann hafði verið nýkominn til starfa á starfsstöðinni í Mannar, norðvestarlega á strönd Srí Lanka, og var því ekkert sérstaklega vel að sér í staðháttum. Þótti honum heimsóknin vitanlega kærkomin. Fundað var reglulega í nútímalegri lágreistri skrifstofubyggingu Tígranna og þar var meira að segja loftræsting, en það var ekki algengt að Tígrarnir leyfðu sér slíkan munað. Eftir að hafa gengið á fund Tígranna fyrr um daginn var haldið heim í bækistöðvarnar en þar átti að gista um kvöldið. Þegar leið að kvöldmat var mönnum tjáð að kokkurinn hefði fengið frí vegna einhverra vandræða heima fyrir og yrði því að arka á annan tveggja veitingastaðanna við A9. Fenginn var annar bílstjóranna til að skutla mannskapnum og honum svo gefið frí að akstri loknum svo hann þyrfti ekki að bíða fram á kvöld enda varla korters gangur heim. Setið var úti í einhvers konar eftirlíkingu af skemmtigarði, niðurníddum með fremur laslegum gosbrunni í steinahrúgu og loguðu á stöku stað gular og rauðar luktir, þótt heldur fleiri væru óvirkar. Þetta líktist helst gömlum mínigolfgarði sem breytt hafði verið í veitingastaðinn I-9. En þarna voru gestir við flest borð sem voru um tíu talsins – allir karlar og virtust kátir. Staðurinn naut vinsælda hjá Tamílum þar sem leyfð var sala á bjór og léttvíni en því var ekki að heilsa á hinum veitingastaðnum, en þar þótti maturinn aftur á móti betri. Norðurlandabúar höfðu hins vegar á orði að óþefur á salerni á báðum stöðum væri líkast því að lenda í eiturefnaárás, eða svo töldu menn sér trú um. Veitingastaðirnir í Kíli hefðu seint fengið skandinavískt hreinlætisvottorð. Á boðstólum voru ýmsar útfærslur af kjúklingi og hrís- grjónum. Þetta var hreint ekki alveg galið, en vissulega ekki allra. Matur á veitingahúsum í Colombo er mjög sterkur og ríkulega kryddaður en jafnvel enn tormeltari úti á landsbyggðinni og ekki síst hjá Tamílum. Það er á stundum ráðgáta fyrir Vesturlandabúa hvernig er hægt að ofkrydda svona algerlega úr hömlu kjúklingsræksni en svona er bragðskynið einfald- lega misjafnt milli menningarheima. Hætt er við að Srí Lankabúum, jafnt Sinhölum sem Tamílum, þætti vestrænn matur hálfóætur vegna bragðleysis. Matreiðslan á kjúklingum var nokkuð ólík því sem menn eiga að venjast í Evrópu. Kjúklingurinn var brytjaður með beinunum í örlitla bita sem voru svo snöggsteiktir á pönnu. Við þetta var svo bætt ríkulega hrísgrjónum, rótsterkri karríblöndu og gjarnan lauk og pipar. Logsveið þetta í munni en aldrei urðu menn varir við jógúrtblöndur eða þess háttar sem dregið gæti úr bragðstyrknum eins og tíðkaðist hjá nágrönnunum í norðri á Indlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.