Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 73
M i s t e r Ta y l o r
TMM 2014 · 1 73
ekkert skilja fyrirvarð indíáninn sig óskaplega fyrir að tala ekki betri ensku,
gaf honum höfuðið og afsakaði sig í bak og fyrir.
Himinlifandi sneri Mr. Taylor aftur til kofa síns. um kvöldið lá hann á
bakinu á þunnri strámottunni – sem nú var rúmið hans – og virti ánægður
fyrir sér forvitnilegan gripinn í dágóða stund. Ekkert truflaði hann nema
suðið í flugunum sem hringsóluðu æstar og mökuðu sig gróflega. Það
sem þessa stundina uppfyllti fagurfræðilega þörf hans var að telja hárin á
hökutoppnum og yfirvararskegginu, eitt og eitt í einu, og horfa í lítil hálf-
glottandi augun sem virtust brosa til hans af þakklæti fyrir tillitssemina.
Þar sem Mr. Taylor var mjög fágaður maður var hann gefinn fyrir heim-
spekilegt grufl um alla hluti en í þessu tilviki varð hann strax leiður á hug-
renningum sínum og tók þá ákvörðun að gefa frænda sínum, Mr. Rolston,
höfuðið, en sá bjó í New York og hafði allt frá barnæsku hrifist mjög af
menningararfleið þjóðflokka Rómönsku Ameríku.
Fáeinum dögum síðar spurði frændi Mr. Taylors – vitanlega eftir að hafa
innt hann eftir heilsu hans – hvort hann gæti vinsamlegast orðið sér úti um
fimm höfuð til viðbótar. Mr. Taylor brást glaður við duttlungum Mr. Rol-
stons – ekki er vitað hvernig – en í svarbréfi sínu sagði hann: „Það er mér
einstök ánægja að verða við óskum þínum.“ Fullur þakklætis bað Mr. Rol-
ston um tíu fleiri. Mr. Taylor sagði að sér væri „mikill heiður að geta veitt
þessa þjónustu“. En mánuði síðar, þegar honum barst beiðni um tuttugu til
viðbótar, fór sá grunur að læðast að Mr. Taylor, sem var ósköp venjulegur
skeggjaður maður, en þó afar listhneigður, að móðurbróðir hans væri farinn
að stunda viðskipti með höfuðin.
Ja, ef þið viljið vita sannleikann, var einmitt þannig í pottinn búið. Mr.
Rolston útskýrði mál sitt hreinskilnislega í andríku bréfi með viðskipta-
legum hugtökum, sem snart svo sannarlega strengi hins viðkvæma anda Mr.
Taylors.
Innan skamms stofnuðu þeir hlutafélag þar sem Mr. Taylor tók að sér að
útvega samanskroppin mannshöfuð og senda í miklu magni, aftur á móti
skyldi Mr. Rolston selja þau á sem arðbærastan hátt í heimalandinu.
Í fyrstu komu upp ýmis vandkvæði í tengslum við fáeina aðila staðarins.
En nú komu í ljós pólitískir hæfileikar Mr. Taylors, sem hafði fengið hæstu
einkunn í Boston fyrir ritgerð sína um Joseph Henry Silliman, og hann
fékk leyfi yfirvalda, ekki aðeins nauðsynlegt útflutningsleyfi, heldur að
auki sérleyfi til 99 ára. Það var auðsótt að sannfæra æðsta stríðsmann
framkvæmdavaldsins og töfralækna löggjafarvaldsins um að slíkt fram-
lag í anda ættjarðarástar myndi á skömmum tíma auðga samfélagið og
fljótlega gætu frumbyggjar svalað þorsta sínum með því að drekka ískaldan
svaladrykk (það er að segja í hvert sinn sem þeir gerðu hlé á hausaveiðum
sínum), en sjálfur sæi hann um töfrauppskrift hans.
Þingmenn gerðu sér allir grein fyrir kostum málsins og eftir að hafa brotið
heilann stutta en afar uppljómandi stund fundu þeir hvernig þjóðernisástin