Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 33
Í s l e n s k i b æ r i n n
TMM 2014 · 1 33
því að nokkrir góðir menn tækju sig til og smíðuðu baðstofu í fullri stærð,
eins konar módel í stærðinni 1:1, og ef ekki annað byðist sýndu hana sem
skúlptúr/innsetningu og gerning þar sem menn tækju upp á því að spinna á
rokkana, éta úr öskunum, veltast um í bælunum og pissa í koppana.
Það þarf að setja blómatíma íslenska torfbæjarins á svið með réttri blöndu
af fagurfræði, fræðimennsku, innsæi og ræktun handverks. Með þessum
hætti tækist jafnframt að blása lífi í torfbæjararfinn í heild sinni, koma
honum á kortið í vitund okkar sjálfra og í verðugt samhengi heimsminja.
Þannig mætti bjarga þessum byggingararfi norðursins úr hremmingum
rangtúlkana og frá yfirvofandi glötun, en smeygja honum jafnframt inn í
samtímann og tryggja mjúka lendingu á grundvelli nýrra úrvinnslumögu-
leika. Allt annað sem tengist þessum arfi í fortíð og nútíð er einungis ítarefni
að baki þessu meginverkefni.
En til að þessi sýn verði að veruleika verður að nálgast bæinn/baðstofuna
með skörpum augum, hlusta á rökkrið, anda að sér þögninni, finna fyrir
hlýjunni og því þá ekki að ganga á lyktina; hangikét, harðfiskur, söl, flat-
kökur, smjör, grautur, slátur, sætsúpa og fjallagrasamjólk. Íslenski bærinn er
byggingarlist líkamans sem verður að taka á með öllum skilningarvitum og
helst því sjötta í ofanálag og grípa þannig andann á lofti. Með slíkan útbúnað
í lagi mætti heyra hljóðið í gömlum draugum og jólasveinum þegar geta þarf í
eyðurnar; fylgjunni sem liðast eftir heimreiðinni eða lætur vita af sér í bæjar-
göngum væri gefinn sérstakur gaumur, sperra augun á svipi sem paufast um
á loftskör eða í sundum, og leggja hlustir við spangóli í afturgengnum hundi,
glamrinu í skeljaskrímslinu og rímnakvaki í framliðnu skáldi og ekkert því
til fyrirstöðu að spá í hvað leynist í skilaboðaskjóðu huldufólksins sem býr í
næsta hól. Krúnk í hrafni, gal í hana; Huginn og Muninn.
Tilvísanir
1 Baðstofan snýr jafnan gaflinum fram á Suðurlandi. Þessi háttur er jafnframt algengastur á
Vesturlandi þó þetta mikilvægasta og miðlægasta hús á bænum snúi þar stundum fram lang-
hliðinni eins og á Austurlandi þar sem slíkt lag tíðkast oftast. Á Norðurlandi er hins vegar
algengast að baðstofan snúi þvert á framhlið og sé öftust húsa og þá á bak við bæinn séð frá
hlaðinu. Hér er lýst fyrirkomulagi og karakter húsa eins og þau blöstu við upp úr miðri nítjándu
öld og fram á þá tuttugustu.
2 Vafalaust er tiltölulega mikil úrkoma hérlendis ein helsta orsök þess að þök á íslenskum torf-
bæjum eru tiltölulega brött og sýnu brattari í þeim landshlutum þar sem mest rignir. Á Græn-
landi, þar sem er mun þurrara og kaldara en á Íslandi voru grasþök á hefðbundnum húsum
oftast nánast f löt. (Sjá t. d. ljósmyndir úr leiðangri Fox 1860.) Hefðbundin leirhús eru einnig
oftast með flötu þaki, enda reynist óbrenndur leir til bygginga hvað best á svæðum, s.s. víða í
Afríku, Asíu og Ameríku, sem eru bæði heit og þurr.
3 Í Íslenskri orðsifjabók er rakinn skyldleiki orðins bær í merkingunni ‹íbúðarhús, sveitabær,
býli, kaupstaður› við önnur norræn mál; sbr. fær. bøur, nno. bø ‚heimaland, tún‘, fsæ. byr, gd. by
‚bóndabær, þorp‘. Orðið búð, ‚skáli eða tjald (til skammrar dvalar)‘ er einnig í nánum skyldleika
við orð áþekkrar merkingar á þessum tungum; sbr. fær. búð, nno. (bu(d), sæ og d. bod, mlþ.
bode, mhþ. buode ‚tjald, kofi‘. Sama á við um búr, ‚geymsluhús, íveruhús, …‘; sbr. fær. búr, nno.,
sæ. og d. bur h., fe. būr ‚kofi, herbergi‘, fhþ. būr ‚hús‘. Af sama toga eru mhþ. būr (nhþ. bauer)