Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 33
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 33 því að nokkrir góðir menn tækju sig til og smíðuðu baðstofu í fullri stærð, eins konar módel í stærðinni 1:1, og ef ekki annað byðist sýndu hana sem skúlptúr/innsetningu og gerning þar sem menn tækju upp á því að spinna á rokkana, éta úr öskunum, veltast um í bælunum og pissa í koppana. Það þarf að setja blómatíma íslenska torfbæjarins á svið með réttri blöndu af fagurfræði, fræðimennsku, innsæi og ræktun handverks. Með þessum hætti tækist jafnframt að blása lífi í torfbæjararfinn í heild sinni, koma honum á kortið í vitund okkar sjálfra og í verðugt samhengi heimsminja. Þannig mætti bjarga þessum byggingararfi norðursins úr hremmingum rangtúlkana og frá yfirvofandi glötun, en smeygja honum jafnframt inn í samtímann og tryggja mjúka lendingu á grundvelli nýrra úrvinnslumögu- leika. Allt annað sem tengist þessum arfi í fortíð og nútíð er einungis ítarefni að baki þessu meginverkefni. En til að þessi sýn verði að veruleika verður að nálgast bæinn/baðstofuna með skörpum augum, hlusta á rökkrið, anda að sér þögninni, finna fyrir hlýjunni og því þá ekki að ganga á lyktina; hangikét, harðfiskur, söl, flat- kökur, smjör, grautur, slátur, sætsúpa og fjallagrasamjólk. Íslenski bærinn er byggingarlist líkamans sem verður að taka á með öllum skilningarvitum og helst því sjötta í ofanálag og grípa þannig andann á lofti. Með slíkan útbúnað í lagi mætti heyra hljóðið í gömlum draugum og jólasveinum þegar geta þarf í eyðurnar; fylgjunni sem liðast eftir heimreiðinni eða lætur vita af sér í bæjar- göngum væri gefinn sérstakur gaumur, sperra augun á svipi sem paufast um á loftskör eða í sundum, og leggja hlustir við spangóli í afturgengnum hundi, glamrinu í skeljaskrímslinu og rímnakvaki í framliðnu skáldi og ekkert því til fyrirstöðu að spá í hvað leynist í skilaboðaskjóðu huldufólksins sem býr í næsta hól. Krúnk í hrafni, gal í hana; Huginn og Muninn. Tilvísanir 1 Baðstofan snýr jafnan gaflinum fram á Suðurlandi. Þessi háttur er jafnframt algengastur á Vesturlandi þó þetta mikilvægasta og miðlægasta hús á bænum snúi þar stundum fram lang- hliðinni eins og á Austurlandi þar sem slíkt lag tíðkast oftast. Á Norðurlandi er hins vegar algengast að baðstofan snúi þvert á framhlið og sé öftust húsa og þá á bak við bæinn séð frá hlaðinu. Hér er lýst fyrirkomulagi og karakter húsa eins og þau blöstu við upp úr miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. 2 Vafalaust er tiltölulega mikil úrkoma hérlendis ein helsta orsök þess að þök á íslenskum torf- bæjum eru tiltölulega brött og sýnu brattari í þeim landshlutum þar sem mest rignir. Á Græn- landi, þar sem er mun þurrara og kaldara en á Íslandi voru grasþök á hefðbundnum húsum oftast nánast f löt. (Sjá t. d. ljósmyndir úr leiðangri Fox 1860.) Hefðbundin leirhús eru einnig oftast með flötu þaki, enda reynist óbrenndur leir til bygginga hvað best á svæðum, s.s. víða í Afríku, Asíu og Ameríku, sem eru bæði heit og þurr. 3 Í Íslenskri orðsifjabók er rakinn skyldleiki orðins bær í merkingunni ‹íbúðarhús, sveitabær, býli, kaupstaður› við önnur norræn mál; sbr. fær. bøur, nno. bø ‚heimaland, tún‘, fsæ. byr, gd. by ‚bóndabær, þorp‘. Orðið búð, ‚skáli eða tjald (til skammrar dvalar)‘ er einnig í nánum skyldleika við orð áþekkrar merkingar á þessum tungum; sbr. fær. búð, nno. (bu(d), sæ og d. bod, mlþ. bode, mhþ. buode ‚tjald, kofi‘. Sama á við um búr, ‚geymsluhús, íveruhús, …‘; sbr. fær. búr, nno., sæ. og d. bur h., fe. būr ‚kofi, herbergi‘, fhþ. būr ‚hús‘. Af sama toga eru mhþ. būr (nhþ. bauer)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.