Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 63
Á s a- Þ ó r o g f ö r i n t i l H o l l y w o o d TMM 2014 · 1 63 (pólitískum, markaðslegum) sem hefur kannski ekki svo mikið með eigin- legt gildi (eða sanngildi) viðkomandi menningarfyrirbæris að gera.11 En hvert er þetta sanngildi menningarinnar og hvaða máli skiptir það? Í ritinu Cultural Tourism (2002) fjalla þau Bob McKercher og Hilary du Cros um menningarfyrirbæri og ferðamennsku – en ferðamennska er einmitt gott dæmi um nýtingu á menningu og menningararfi. Þar leggja þau nokkra áherslu á það sem á ensku kallast ‚intrinsic value‘, eða „eiginleg gildi“, það er að segja, gildi sem hið menningarlega fyrirbæri hefur í sjálfu sér, en ekki einvörðungu sem söluvara fyrir ferðamennsku.12 Þau nefna hættuna á að fletja út merkingu (og þarmeð gildi) staðarins/fyrirbærisins og drepa henni á dreif, með því að reyna að höfða til allra.13 umræðu McKerchers og du Cros um menningu sem söluvöru til ferðamanna má auðveldlega skipta út fyrir menningu sem áróðurstæki fyrir þjóðernishyggju – sem á að höfða til allra í tilteknu mengi og vera tæki til sameiningar og samstöðu – í báðum tilvikum er hætt við að menningararfurinn breytist í menningararfa, eitthvað sem vex hinu menningarlega ræktarlandi yfir höfuð og kæfir það í ákafri útbreiðslu sinni. Þegar kemur að norrænni goðafræði er spurningin um sanngildið hins- vegar ekki einfalt mál. Sú útgáfa sem við höfum af þessum goðsögum er aðallega komin úr Snorra-Eddu, en þar tekur Snorri Sturluson saman ýmsar goðsagnir og fellir í eina samfellda sögu, sem hann í ofanálag staðsetur sem jarðbundna – Snorra-Edda er skrifuð á kristnum tímum og er meðal annars líklega ætlað að laga goðsagnaheiminn að kristinni heimsmynd – og skrif legri menningu. Að auki má ætla að markmiðið hafi e.t.v. snúist um verndun, það að búa til einskonar kennslubók í goðafræði, ekki síst í þeim tilgangi að skýra skáldsskap fornsagnaheimsins, en tilvísanaheimur hans byggir mjög á norrænni goðafræði. Faðir minn, trúarbragðafræðingurinn, þreytist aldrei á að segja mér að út af fyrir sig sé ekkert ‚rétt‘ við Snorra-Eddu, hún sé einfaldlega útgáfa Snorra af norrænum goðsögnum. Víða má sjá glitta í saumana og ummerki um aðrar útgáfur finnast í fornritunum sjálfum, ekki síst Eddukvæðunum.14 Gunnlaðar saga (1987) Svövu Jakobsdóttur er ákaflega gott dæmi um allt aðra sýn á þennan menningararf, skáldsagan byggir á umfangsmiklum rannsóknum Svövu á þessum sagnaarfi. Þannig má, út af fyrir sig, sjá Snorra-Eddu sem dæmi um menningarf í þeim skilningi sem Helgi leggur í hugtakið, þá þegar útþynnta og snyrta útgáfu, sem á að gera höfðað til allra – og hefur gert það, samviskusamlega. Endursögð saga Út af fyrir sig er Snorra-Edda einmitt gott dæmi um það hvernig sagnir af þessu tagi þrífast einmitt sem endursagnir, útgáfur, tilbrigði. Í fræðaskrifum um þjóðsögur og ævintýri er lögð mikil áhersla á að þessar frásagnir séu ekki stöðugur menningararfur, því þetta efni byggist beinlínis á því að vera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.