Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 131 umtalaðan landflótta fjölgaði Íslending- um úr 319 þúsund árið 2009 í 322 þús- und 2013. Stýrivextir Seðlabanka lækk- uðu mikið í valdatíð Steingríms og verð- bólgan fór úr 18,6 prósentum í 3,8 pró- sent. Skuldatryggingaálag skánaði. Hag- vöxtur skánaði líka, rétt eins og einka- neysla, fjárfesting og kaupmáttur. Rekstrarhalli ríkisins minnkaði mikið (bls. 252–54). Sjálfsagt má rífast um þessar tölur og um hvort betur hefði mátt gera. En tölur af þessu tagi skýra þá jákvæðu umfjöllun sem árangur ríkis- stjórnarinnar 2009–13 fékk hjá mörgum sérfræðingum alþjóðastofnana á borð við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og OECD – og mörgum blaðamönnum erlendra fjármálablaða. Segja má með hæfilegum ýkjum, að einn helsti vandi vinstri stjórnarinnar – og þar með vinstri sósí- alistans Steingríms – í kosningunum 2013 hafi verið sá, að aðdáendur ríkis- stjórnarinnar var aðallega að finna meðal frekar hægri sinnaðra hagfræð- inga í útlöndum! Bók Össurar, Ár drekans, er á dag- bókarformi og nær einungis yfir árið 2012, þó ýmislegt frá fyrri árum sé rifjað upp. Ekki er ljóst hvort „dagbókin“ geymir færslurnar eins og þær voru upp- runalega skrifaðar, eða hvort veruleg rit- stýring hefur verið gerð eftir á. Við- fangsefni Össurar í utanríkisráðuneyt- inu eru rakin frá degi til dags, í bland við hugleiðingar um menn og málefni stjórnmálanna; bæði um hin stóru mál efnislega og um það hvernig pólitíkin þróaðist í dagsins önn; um pólitísk plott og pólitíska taktík. Össur skrifar óvenju- lega leiftrandi og skemmtilegan stíl; mikið er af glaðlegum frásögnum og gamansögum; tilvísanir í menn og mál- efni sýna yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum og erlendum stjórnmála- mönnum og stjórnmálaflokkum; stund- um er orðfarið dálítið sérviskulegt – sumir mundu nota orðið tilgerð um þau stílbrögð – aðrir að hér sé töluð kjarngóð íslenska, stundum næsta forn. Í báðum bókunum er mestu rúmi varið í að fjalla um verkefni ráð- herranna, hvors í sínu ráðuneyti. Báðir fjalla þeir þó um margt utan sinna sér- stöku málaflokka og um stjórnmálin almennt. um suma hluti fjalla þeir báðir. Báðir fjalla um aðdragandann að myndun minnihlutastjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna, sem tók við völdum 1. febrúar 2009 – nákvæmlega 105 árum eftir valdatöku Hannesar Haf- stein, fyrsta íslenska ráðherrans. um nokkra hríð hafði ríkisstjórn Geirs H. Haarde verið í andarslitrunum og sprakk 26. janúar. Steingrímur segir að Össur Skarphéðinsson hafi sett sig í samband við Ögmund Jónasson um 15. janúar til þess að ræða möguleika á stjórnarmyndun. Sjálfur hafi hann ekki komið að málum fyrr en eftir 21. janúar, en þann dag lýsti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því yfir að Framsóknar- flokkur væri reiðubúinn að veita minni- hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hlutleysi með nokkrum skilyrð- um; um aðgerðir fyrir skuldsett heimili, stjórnlagaþing og nýjar kosningar. umræður hafi farið fram um meiri aðkomu Framsóknar að stjórnarsam- starfinu en raunin varð, en afstaða Sig- mundar hafi sveiflast til og frá – og hann leikið einleik af hálfu Framsóknar, nýorðinn formaður. Steingrímur telur að tilboð Sigmundar hafi átt sinn þátt í að gamla stjórnin leystist upp (bls. 18–23). Össur rifjar líka upp þessa stjórnar- myndun og segir rangt að frægur Þjóð- leikhússkjallarafundur Samfylkingar í Reykjavík 21. janúar hafi verið vendi- punktur um fall Þingvallastjórnarinnar – og bætir við að sama kvöld hafi menn „verið að leggja lokahönd á myndun nýrrar ríkisstjórnar annars staðar í borg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.