Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 45
N á t t g a n g a í s t r í ð s m y r k r i TMM 2014 · 1 45 margir hverjir blásnauðir flóttamenn sem flúið höfðu bardagasvæðin í norðri, sumir fyrir mörgum árum og búa enn í hrörlegum kofabyggðum í útjaðri bæjarins. Vissulega voru líka margir Sinhalesar búsettir í Vavuniya en að því er virtist í afmörkuðum hverfum þannig að innbyrðis samskipti þjóðarbrotanna voru þarna minni en ætla mætti í fyrstu. Mjög ruglingslegt var að aka um á þessum slóðum enda hvert horn öðru líkt og landslagið flatt án kennileita. En þegar haldið var norður af Vavuniya minnkaði umferðin talsvert þar til komið var að einhvers konar „landamærum“ við Omahai-krossgöturnar. Þar var vörubifreiðum gert að keyra inn á sérstakt skoðunarsvæði þar sem allur farmur var grandskoð- aður og minnti helst á tollafgreiðslusvæði. Farþegum í langferðabílum var gert að stíga úr vögnunum og þurftu svo að ganga framhjá eftirlitsstöðvum stjórnarhersins, meðfram veginum yfir einskismannsland og loks í gegnum eftirlitsstöð Tamílatígra, en allur gangur var á því hvort hún væri mönnuð eður ei. Oftar en ekki sýndist hún vera ómönnuð, en andrúmsloftið var einhvern veginn þannig að ferðalangar fundu á sér að í frumskóginum sitt hvorum megin við veginn væri fylgst gaumgæfilega með öllum ferðum. Þegar friðargæsluliðar áttu leið um gekk greiðlega að komast í gegn, nægði að veifa glaðlegum hermönnum stjórnarhersins sem mönnuðu bómuna. Í sjálfu einskismannslandi var heilsað upp á fulltrúa alþjóðaráðs Rauða kross- inn sem stóðu vaktina þarna í mörg ár og stundum var stoppað og spjallað og svaladrykkir þegnir með þökkum. Þegar komið var yfir í Vanní, sem var óljóst samheiti yfir það svæði er Tamílar réðu norðurhluta eyjunnar, voru norrænu friðargæsluliðarnir nánast undantekningarlaust látnir alveg afskiptalausir og virtist sem fyrirskipað hafi verið að koma kurteislega fram við þá, að minnsta kosti yfirmenn í liðssveitum LTTE. *** Í kjölfar vopnahlésins 2002 hafði gjafapeningum erlendum verið varið í að bæta A9, þennan mikilvæga þjóðveg til Jaffna, nyrstu borgar Srí Lanka, sem lá við sundið yfir til Indlands. Höfðu margar þjóðir, ekki síst Japanir, látið verulegar fjárhæðir af hendi rakna. Þarna hafði líka skapast kærkomið tækifæri fyrir Tamíla í Vanní-héraði að vinna til daglauna og tveimur árum eftir að vopnahléinu hafði verið komið á var búið að malbika alla leið frá aðskilnaðarlínunni í Omahai upp til Jaffna, ef frá voru taldir nokkrir vegarkaflar hér og hvar. Reyndar var í þessu eins og svo mörgu öðru á Srí Lanka kastað svo til höndum að vegurinn byrjaði að molna upp fljótlega eftir að hann hafði verið fullgerður. Miklar monsúnrigningar á árunum eftir vopnahlé sópuðu í burtu malbiki á löngum köflum, en það sem hættulegra var, sumstaðar hafði grafist inn á hálfan veginn og mynduðust þar djúpar holur þannig að aka þurfti af kostgæfni í hálfgerðu svigi eftir brautinni, en það gat verið æði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.