Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 4
4 TMM 2014 · 4 Þorvaldur Gylfason Tvöfalt líf – Allir segjast vera saklausir … Samtal við Þráin Bertelsson Það gerist ekki hverjum degi, að kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur er kjörinn til setu á Alþingi, en það gerðist 2009, eftir hrun. Þráinn Bertelsson hafði þá gert sjö kvikmyndir í fullri lengd auk einnar sjónvarpsmyndar og einnar sjónvarpsmyndaraðar. Hann varð fyrstur kvikmyndagerðar­ manna til að vinna til heiðurslauna listamanna. Íslendingasögur hans um aðdraganda hrunsins, Dauðans óvissi tími (2004) og Valkyrjur (2005), vöktu athygli og endurvöktu vangaveltur um sagnfestukenninguna andspænis bókfestukenningunni: hversu sannsögulegar voru þær með öðrum orðum þessar nýju Íslendingasögur? Sjálfsævisaga Þráins Einhvers konar ég (2003) seldist í 20 þúsund eintökum. Þráinn Bertelsson hefur frá ýmsu að segja eftir fjögur ár á Alþingi. Þorvaldur Gylfason: Faðir þinn var um tvítugt, þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. Þú varst sjálfur orðinn hálfsjötugur, þegar þú settist á Alþingi 2009. Hvernig nýttust þér á Alþingi uppvöxturinn í Reykjavík árin eftir stríð og löng reynsla þín úr leik og starfi utan vettvangs stjórnmálanna? Þráinn Bertelsson: Trúlega var það bakgrunnur minn og umhverfi æsku minnar sem gerði mig að einfara og einstaklingshyggjumanni – einfara sem þrátt fyrir að reiða sig á mátt sinn og megin lætur sig dreyma um kærleiks­ ríkt félagshyggjusamfélag friðsemdarfólks. Samanlögð lífsreynsla í hálfan sjöunda áratug og ævistarf við kvik mynda­ gerð og ritstörf og fleira innan hinna skapandi greina gerði þennan einfara að efahyggjumanni. Ævistarfið dugði til að fullnægja metnaðargirndinni að mestu. Að vinna sem kvikmyndaleikstjóri – en það foringjastarf er það næsta sem maður getur komist því í lífinu að verða einræðisherra eða mar skálkur án þess að drepa fólk – er kannski ekki beinlínis góður undir­ búningur undir að taka þátt í því sem á Alþingi Íslendinga gengur undir nafninu „lýðræðisleg umræða“ og er því miður ekki á háum standard. Bjartsýnir menn segja að öll lífsreynsla komi að einhverjum notum. Þetta er athugasemd svona almenns eðlis um mannlífið vítt og breitt og höfundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.