Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 6
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
6 TMM 2014 · 4
fullnuma í þeirri námsgrein sem heillar mig mest í Skóla lífsins og fjallar um
mannlega náttúru, en á Alþingi sá ég ýmsar kraftbirtingarmyndir hennar
sem ég hafði ekki séð áður, eða að minnsta kosti ekki fengið að athuga við
jafngóðar aðstæður.
Þorvaldur: Hvernig tóku gömlu flokkarnir nýjum þingflokki glænýs
stjórnmálaafls, Borgarahreyfingarinnar? – þingflokki, sem var afsprengi
hrunsins og eingöngu skipaður fólki, sem hafði ekki áður setið á þingi.
Þráinn: Skrifstofa Alþingis sá um skyndinámskeið fyrir alla nýgræðinga á
þingi. Stjórnarmyndunarviðræður fóru fram án þess að Samfylking eða Vg
létu í ljósi áhuga á samvinnu við Borgarahreyfinguna sem bendir til þess að í
byrjun hafi vinstristjórnin ofmetið styrk sinn og samstöðu þessa tæpa meiri
hluta. Eðli málsins samkvæmt tilheyrði Borgarahreyfingin því stjórnarand
stöðu og ég varð ekki var við nein sérstök fagnaðarlæti frá gömlu flokkunum
yfir því að nýrri hreyfingu hefði tekist að ná fjórum þingsætum sem annars
hefðu lent hjá þeim.
Þorvaldur: Er það rétt, að þingmenn hafi sætt einelti á Alþingi? Ég
spyr vegna þess, að fjölmiðlar hafa fjallað um meint einelti á Alþingi eftir
hrun. Slíkt getur varla farið fram hjá mönnum á svo fámennum vinnustað.
Stjórnvöld hafa markað þá stefnu, að starfsmanni, sem verður var við einelti
á vinnustað, ber að segja yfirmönnum frá því. Yfirmenn, sem láta undir
höfuð leggjast að bregðast við upplýsingum um einelti á vinnustað, geta þurft
að sæta viðurlögum samkvæmt sömu reglugerð.
Þráinn: Frá æskuárum hef ég talsverða reynslu af einelti og ekkert sem ég
sá eða heyrði á þinginu minnti mig á þá reynslu. Þótt pent fólk og kurteist vilji
kannski líta framhjá því verður ekki hjá því komist að Alþingi sé vettvangur
skoðanaágreinings, hagsmunaárekstra og átaka. Þingsköp og almennar
kurteisisreglur stuðla að því að þessi óumflýjanlegu átök geri farið friðsam
lega fram og jafnvel kurteislega, þótt stundum kunni að vera grunnt á því
góða. Ég veit ekki hvað gerðist bak við luktar dyr í öðrum þingflokkum en
þeim sem ég tilheyrði, fyrst Borgarahreyfingu og svo Vg, og þar varð ég aldrei
var við neitt sem minnti mig á einelti. Á sama hátt fannst mér að fólk gæti
ráðið því sjálft með viðmóti sínu og framkomu hvernig aðrir hegðuðu sér
gagnvart þeim. Sumir ávinna sér virðingu með framkomu sinni. Aðrir ekki.
Þorvaldur: Ég hef tekið eftir því í fréttum, að þingmenn eru sendir heim,
ef buxurnar þeirra eru ekki í réttum lit, en þeir mega kvarta átölulaust undan
„útaustri ríkisfés“ úr ræðustól þingsins. Mætti þingmaður til dæmis ganga
um sali Alþingis með húðflúr á áberandi stað? Mætti standa „Íslandi allt!!!“
yfir þvert ennið á honum? Mætti vera stafsetningarvilla í húðflúrinu?
Þráinn: Það eru skiptar skoðanir um þessar undarlegu reglur um
klæðaburð og talsmáta karlmanna sem gilda á þinginu. Mér finnst að hver
og einn eigi að ráða því hvernig hann eða hún klæðir sig og tjáir.
Þorvaldur: Er það rétt, að stundum hafi heyrzt grátur og gnístran tanna
á þingflokksfundum? Og hvað geturðu sagt mér um þingmennina tvo, sem