Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 7
Tv ö fa l t l í f
TMM 2014 · 4 7
gengu glaðir og reifir inn um dyr fundarherbergis í þinghúsinu og komu út
um klukkustundu síðar eins og barðir hundar? – það var sjónarvottur úr
hópi þingmanna, sem lýsti þessu fyrir mér. Hvað getur hafa gerzt á bak við
þessar luktu dyr? Var þér einhvern tímann boðið til slíks fundar?
Þráinn: Nei, ég man ekki til þess að neitt sérlega krassandi hafi gerst á
þingflokksfundum sem ég sat. Á þingflokksfundum Borgarahreyfingarinnar
þann tíma sem hún lifði ræddum við saman – að mér fannst – hreinskilnis
lega og tæpitungulaust. Eftir að Borgarahreyfingin sundraðist og mér hafði
skolað inn til Vg tók það mig soldinn tíma að átta mig á að umræða á þing
flokksfundum fór ekki fram á jafnréttisgrundvelli heldur höfðu skoðanir
manna vægi sem fór eftir goggunarröð í flokknum, flokksaldri og flokksvigt
og vitanlega því hvort viðkomandi var ráðherra eða fótgönguliði. Þetta held
ég að sé einkenni á öllum gömlu flokkunum sem eru að hluta til skipulagðir
vinnustaðir fólks sem hugsar sér að gera pólitík að ævistarfi og vinna sig upp
metorðastiga í sínum flokki.
Búsáhaldabyltingin
Þorvaldur: Hörður Torfason söngvaskáld sagði mér merkilega sögu. Hann
stjórnaði friðsælum útifundum á Austurvelli búsáhaldabyltingarveturinn
2008–2009 eins og alþjóð veit og var einn daginn kvaddur á fund í Alþingi,
þar sem forseti þingsins og skrifstofustjóri lýstu fyrir honum þungum
áhyggjum af eggjum, sem hafði verið fleygt í þinghúsið, og öðru smátjóni.
Hörður segist hafa sagt við þá, að tjónið á Alþingishúsinu vegna þessara
funda væri óvera hjá þeim gríðarlega skaða, sem bankarnir með atbeina
stjórnmálamanna hefðu valdið fólkinu í landinu. Fundurinn varð ekki
lengri. Hörður hafði ekki gengið nema 50–100 metra út úr þinghúsinu, þegar
hann fékk símhringingu frá Rannsóknarnefnd Alþingis og honum var tjáð,
að hans væri ekki þörf síðar sama dag á fundi, sem nefndin hefði boðað hann
á löngu fyrr. Var tímasetning upphringingarinnar tilviljun? Eða er þetta saga
um „þræði valdsins“? – svo að ég vitni í heitið á bók Jóhanns Haukssonar,
síðar blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar.
Þráinn: Ég tek hvert orð trúanlegt sem Hörður Torfason segir og hef aldrei
reynt hann að öðru en sannsögli. Um þetta tiltekna mál veit ég ekki neitt, en
varðandi eggja eða grjótkast að Alþingishúsinu var það mér ráðgáta lengi vel
hvers vegna löggan setti ævinlega upp varnarlínu svo nærri Alþingis hús inu
að 7 ára barn hefði átt auðvelt með að grýta húsið. Ég er ekki herfræðingur
né þaullesinn í þeim von Clausewitz og Sun Tzu en ég hefði talið hentugra
að hafa varnarlínuna fjær húsinu og spara þannig umtalsverð eignaspjöll,
auk þess að forða þingmönnum, prestum og biskupum og öðrum sem voru
í beinni lífshættu við þingsetningu eins og dæmin sanna. Það er vissulega
réttur fólks að mótmæla en að grýta þingmenn eða þinghúsið er ekki hluti
af þeim réttindum.