Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 8
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 8 TMM 2014 · 4 Þorvaldur: Hvernig upplifðir þú búsáhaldabyltinguna? Þráinn: Mínar tilfinningar voru mjög blendnar meðan ófriðurinn stóð sem hæst. Öðrum þræði fagnaði ég því að fólk skyldi koma saman til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn en um leið fannst mér skelfilegt að hugsa til þess að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hefðu brugðist lýðræðislegum skyldum sínum og gengið svo fram af sinni eigin þjóð að uppreisnarástand ríkti í landinu. Ég fann hversu brothætt lýðræðið er og óttaðist að af stað færi ofbeldisfull atburðarás með algjörlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég hafði verið ræðumaður á einhverjum hinna fyrstu funda sem Hörður Torfason gekkst fyrir á Austurvelli og vonaðist til að ríkisstjórn og þing­ menn sæju þann mannfjölda sem þar var samankominn og tækju tillit til þess sem á þeim fundum var sagt. Heimskuleg og hrokafull viðbrögð eins og hin frægu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ gerðu illt verra og mögnuðu upp almenna óánægju og vonbrigði með frammistöðu stjórnmálamanna. Þorvaldur: Hvers vegna ákvaðstu að bjóða þig fram til Alþingis fyrir Borgarahreyfinguna 2009? – og hella þér út í pólitík í fyrsta skipti á ævinni, hálfsjötugur maðurinn. Hvaða vonir og væntingar fylgdu því að taka sæti á þingi í fyrsta sinn? Þráinn: Þetta eru tvær spurningar og báðar erfiðar. Eina svarið sem ég kann við fyrri spurningunni er að ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að það sé borgaraleg skylda fólks að taka virkan þátt í að móta umhverfi sitt og þjóðfélag með þátttöku í stjórnmálum eða félagsstarfi. Bæði sem rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður tók ég þátt í félagsmálum og sat í stjórnum minna stéttarfélaga. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórn­ málum og allt í einu fannst mér ég vera tilbúinn að gefa mig fram til þátt­ töku. Ég taldi að grundvallarbreytingar stæðu fyrir dyrum og mig langaði af öllu hjarta að taka þátt í því endurreisnarstarfi. Eftir á að hyggja finnst mér að ég hafi greinilega ofmetið bæði hraða atburðarásarinnar og þá ekki síður raunverulegan áhuga þjóðarinnar á breyttu og bættu þjóðfélagi, en það er auðvelt að vera vitur á eftir á. Þær væntingar sem ég bar í brjósti þegar ég settist inn á Alþingi voru miklar og reyndar furðulegt að svona fullorðinn maður skyldi vita svona lítið um það hvernig stjórnmál eru stunduð í raunveruleikanum og án boxhanska. Ég hélt ég væri að fara á vinnustað þar sem fram færi upplýst umræða um vandamál sem krefjast lausnar. Ég hélt að þar væri hlustað og skipst á skoðunum og í sameiningu reynt að finna lausnir og leiðir með lýðræðislegum hætti. Slík umræða var í lágmarki – nema þá sem leiksýning fyrir fjölmiðla og almenning. Því stærri ákvarðanir sem eru teknar þeim mun færri koma að þeim og vægi hvers og eins þingmanns og þeirra skoðana sem hann hefur fram að færa fer eftir valdastöðu hans í eigin flokki. Trúlega er þetta svona víðast hvar þar sem yfirleitt er stuðst við lýðræði. Ég hélt sem sagt að lýðræðisþróun, lýðræðisskilningur og lýðræðisvilji væri mun lengra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.