Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 13
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 13 ljósum logum meðan brennuvargarnir eru enn á svæðinu og reyna eftir föngum að þvælast fyrir með því að skrúfa fyrir vatnið, skera á slöngurnar eða meina björgunarliðinu aðgang að logandi húsinu. Ég er ánægður með þá liðveislu sem ég veitti stjórn Jóhönnu og Steingríms með stuðningi mínum þegar jafnvel ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar störfuðu gegn henni. Jafnframt finnst mér núna að ég hefði ekki átt að styðja þessa stjórn út kjörtímabilið heldur leyfa henni að falla á þriðja ári kjör­ tímabilsins þegar ljóst var orðið að hún starfaði mestan part sem óformleg minnihlutastjórn og hafði enga burði til að koma stórum málum í höfn, svo sem stjórnarskrármálinu og fiskveiðistjórnarmáli. Ég trúði gamalli möntru um að það væri lífsspursmál upp á framtíðina að gera að vinstri stjórn gæti setið heilt kjörtímabil. Úrslit síðustu kosninga sýndu fram á að sú trúarkenn­ ing var röng og mikilvægara er að stjórnir sitji ekki lengur en þann tíma sem þær geta komið málum í gegn um þingið. Virðing Alþingis Þorvaldur: Alþingi hefur aldrei notið jafnlítillar virðingar meðal þjóðar­ innar og það hefur gert frá hruni, segja þau hjá Capacent. Hvernig skýrir þú virðingarleysið? Er það fyllilega verðskuldað? Þráinn: Sjálfsagt sýna svona kannanir að lýðræðið okkar er ekki í góðu standi. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir kjörnum fulltrúum þá getur það varla heldur borið virðingu fyrir sjálfu sér sem kjósendum. Það virðist hafa gleymst eða kannski fólk vilji sópa því undir teppið að eðli málsins samkvæmt hljóta stjórnmál að vera átök. Þingmenn eru skylmingaþrælar almennings. Það er hin sívílíseraða aðferð að kjörnir fulltrúar vegast á með orðum á sérstökum þingum í stað þess að vopnaðir flokkar fari um og útkljái deilur með eldi og sverði. Hvort skylmingaþrælar voru sérstaklega virðingarverð stétt veit ég ekki, en þeim var att út í bardaga upp á líf og dauða nauðugum viljugum. Kjörnir fulltrúar, skylmingaþrælar nútímans, gefa sjálfir kost á sér til leiksins. Þeir sækjast eftir að taka þátt í baráttunni og flestir þeirra eru kappsfullir vegna þeirra sigurlauna sem henni fylgja. Skylmingaþrælar nútímans eru sagðir berjast ekki til að skemmta almúg­ anum með vígfimi sinni heldur eiga þeir að berjast fyrir ýmsum hlutum sem hinir ýmsu stjórnmálaflokkar telja að séu forsendur betra þjóðfélags. Þetta er mjög virðingarvert verkefni, en svo eru þess dæmi að vopnagnýrinn afvegaleiði menn og þeir gleymi orsökum ófriðarins og fari að berjast um herfang og fyrir eigin gloríu. Það er óskaplega erfitt að ímynda sér að barátta fyrir hlutum eins og að hækka skatta og auka ríkiseftirlit með skattsvikum geti vakið eða við­ haldið miklum hugsjónaeldi meðal almennings. Það er líka vafamál hvort það vekur mikla virðingu fyrir starfi stjórnmálamannsins að heyra menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.