Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 21
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 21 mínu var ég sannfærður um að það væri mikil framför frá núgildandi stjórnarskrá, jafnvel án þess að hróflað væri við ýmsum hlutum sem ég taldi að þyrftu að lagfæringum að halda. Ef ég hefði ekki haft þá sannfæringu hefði ég ekki lofað mínum stuðningi. Þú spyrð hvort ég haldi að lýðræðinu stafi ógn af Alþingi. Ég held að margvíslegar hættur steðji að lýðræðinu hér á landi. Það er mín skoðun að stærsta ógnin við lýðræðið, stærsta ógnin við að löggjafarvaldið sé í höndum kjörinna fulltrúa almennings sé það mikla peningavald sem á Íslandi er samankomið í tiltölulega fárra manna höndum og á sér ekki lýðræðislegar forsendur heldur viðskiptalegar. Ég er að tala um það vald sem auður og fé skapar. Auðvaldið er enn þann dag í dag eins og á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar helsti andstæðingur og ógn við lýðræðið. Á þeim rúmu tveimur öldum sem liðnar eru síðan einhvers konar prótótýpa af nútímalýðræði leit fyrst dagsins ljós hefur náðst ótrygg málamiðlun milli lýðræðis, þess valds sem er í höndum lýðsins, og auðvaldsins, í þá veru að auðvaldið skuli beygja sig undir ákveðnar leikreglur sem settar eru með lýðræðislegum hætti. Þessi málamiðlun er ótrygg. Kannski er þetta bara stundarfriður. Hver er kominn til með að segja að lýðræðið haldi stöðugt og sífellt áfram að þróast með jákvæðum hætti í rétta átt? Það getur komið bak­ slag í þessa þróun. Stöðugar lýðræðislegar framfarir eru ekki gefinn hlutur í veröld þar sem mikill minnihluti íbúa heimsins hefur fengið að kynnast lýðræði. Það eru fleiri en ég sem hafa áhyggjur af því að lýðræðinu hafi síður en svo tekist að temja auðræðið. Í Bandaríkjunum vöggu lýðræðisins er svo illa komið fyrir lýðræðinu að gömlum og góðum, íhaldssömum repúblíkana eins og Dwight sáluga Eisenhower mundi blöskra fullkomlega ef hann sæi út á hvaða braut hans gamli flokkur er nú kominn og gott ef hann snýst ekki eins og skopparakringla í gröf sinni. Maður á að óttast og tortryggja valdið og alla handhafa þess hverju sinni, og það er fyllsta ástæða til þess að halda vöku sinni og standa vörð um lýðræðið sem er dýrmætasta eign okkar þótt við sýnum því takmarkaða ræktarsemi eins og kosningaþátttaka ber vott um. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Á Íslandi eru fjölmiðlar svo gott sem allir í höndum auðugra aðila og stórveldi eins og LÍÚ hefur beinlínis yfirtekið gamalt og stundum virðulegt íhaldsblað og gert að sínu áróðursriti með sinn leigupenna við stjórn. Auð­ vitað steðja hættur að lýðræðinu okkar úr mörgum áttum. Auðræðið á sína fulltrúa á Alþingi og það gefst ekkert garantí fyrir því að Alþingi Íslendinga sem vel að merkja hefur ekki talið lýðræði í okkar skilningi meðal sinna hornsteina nema kannski tvær aldir af þúsund ára starfstíma sínum verði lýðræðisleg samkunda til eilífðar. Með þessu er ég ekki að segja að lýðræðinu stafi hætta af Alþingi heldur skyldum við frekar hafa það í huga að Alþingi og lýðræðinu stafar hætta af auðræðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.