Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 23
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 23 manna alveg síðan sögur hófust. Ákveðið mótvægi við þetta er þó að finna til dæmis í dönsku þáttarröðinni BORGEN þar sem sumum stjórnmála­ mönnum er lýst sem normal og heldur geðslegum manneskjum og jafnvel spunarokkum og blaðamönnum líka. Verulega velheppnaðir sjónvarpsþættir eða kvikmyndir hafa gífurleg áhrif á umræðu og afstöðu líðandi stundar. Slík verk plægja hinn pólitíska jarðveg. Bresku þættirnir JÁ, RÁÐHERRA og JÁ, FORSÆTISRÁÐHERRA höfðu gríðarleg áhrif á sínum tíma og breyttu sýn fólks á þjóðfélagið. Við að sjá þessa þætti rann upp fyrir mörgum að valdið er spunnið úr mörgum þráðum og þótt stjórnmálamenn telji sig hafa tögl og hagldir þá er ekki víst að ráðuneytisstjórinn sé reiðubúinn til að dansa eftir þeirra pípu og „esta­ blishmentið“ hefur mörg töfrabrögð uppi í erminni, auk þess sem tillit þarf að taka til þess að einungis örlítið brot af „valdi“ í veröldinni er í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa, því að margar einfaldari leiðir liggja í átt til valdsins heldur en sú að reyna að komast gegnum lýðræðislegar kosningar. Peningar hafa til dæmis reynst enn öflugra valdatæki en ofbeldi, auk þess sem hægt er að kaupa endalaust ofbeldi og jafnvel hernaðaríhlutun ef greiðslugetan er fyrir hendi. Þorvaldur: Bandarískt sjónvarp hefur breytzt. Harkan í stjórnmálabarátt­ unni vestra hefur aukizt og einnig sundrungin. Fréttaþulirnir draga tauma og steyta sumir hnefana framan í áhorfendur, svo að milljónir manna leita nú heldur frétta hjá háðfuglum eins og Jon Stewart og Stephen Colbert. Hvað finnst þér um þessa þróun? Heldur þú, að Evrópa fari sömu leið? Þráinn: Ég veit það ekki. Það eru mörg herrans ár síðan ég hætti að nenna að horfa á sjónvarp – en um það sagði Ernie Kovacs heitinn „Television is a medium which is neither rare nor well­done.“ Ég gafst upp á daglegu sjón­ varpsglápi vegna þess að mér fannst ég vera að horfa á sömu hlutina aftur og aftur án þróunar eða framfara í efnismeðferð eða greiningu. Ég veit að amerísk áhrif eru ógnarsterk hér á Íslandi og reikna með því að við höldum áfram að vera eldsnögg að tileinka okkur allt það lágkúrulegasta úr sumpart stórkostlegri menningu Bandaríkjanna. Evrópa er ekki jafnameríkaníseruð og Ísland, svo að fyrir mína parta held ég að okkur væri nær að beina athygli okkar þangað sem ræturnar liggja. Þorvaldur: Hvort var þyngri róður, kvikmyndagerðin eða þingsetan? Þráinn: Hér er ólíku saman að jafna. Kvikmyndagerðin var allt í senn æskudraumur, eldskírn, starf og leikur, gaman og alvara. Þingsetan var skylda sem ég undirgekkst og dauðans alvara. Ég er sáttur við árangurinn af ævistarfinu, þingmennskan er og verður „unfinished business“ í huga mér og mér koma helst vonbrigði í huga þegar ég lít á þessi fjögur ár. Þar með er ég ekki að sakast við aðra en sjálfan mig. Ég hélt að í stjórnmálum væri eftirspurn eftir reynslu og þekkingu sem þróuð hefði verið með þátttöku í lífi og starfi þjóðarinnar en ekki í vermireitum stjórnmálaflokka. Svo er ekki. Oft á þessum vinnustað rifjaðist upp fyrir mér að Sölvi Helgason – Sólon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.