Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 25
Tv ö fa l t l í f
TMM 2014 · 4 25
komu útvarps og sjónvarps er að mestu leyti ímyndun. Jafnvel þótt formenn
allra stjórnmálaflokka séu fyrir atbeina ljósvakamiðla kjaftandi heima í
hverri stofu eða eldhúsi oft í viku er sú nánd ekki raunveruleg nema að litlu
leyti. Smátt og smátt áttar maður sig kannski á því að einhver svitnar jafnan
á efri vörinni þegar hann er að ljúga og annar fer að veifa höndunum eins
og japanskur bardagalistamaður þegar honum finnst að sér vegið. Þótt ljós
kastarar sjónvarpsins lýsi upp andlit stjórnmálamanna afhjúpa þau ekki það
sem býr í hugarfylgsnum þeirra nema að mjög litlu leyti.
Rómverjar sögðu „nimia familiaritas parit contemptum“ sem þýðir eitt
hvað á þá leið að náin kynni dragi úr virðingu – „familiarity breeds con
tempt“ – og þessi sífellda nærvera í fjölmiðlum gerir það að verkum að
stjórn mála menn fara að þreyta almenning fyrr en áður, þeir endast ekki eins
vel og þegar þeir skutu bara upp kollinum á stórhátíðum og töluðu mest með
því að þylja utanbókar upp úr ljóðum þjóðskáldanna. Þetta hefur bæði kosti
og galla, til dæmis verður það ákveðinn léttir í framtíðinni ef sá siður að
hanga á forsetaembættinu eins og hundur á roði í mörg kjörtímabil leggst af.
Þeir þingmenn sem ég starfaði með í fjögur ár voru að mörgu leyti ágætis
þverskurður af þjóðinni sem okkur kaus. Í einhverju málþófinu gerði ég
mér það til gamans að fara yfir þingmannalistann og tók þá sjálfan mig út
fyrir sviga og svo merkti ég við þá þingmenn sem ég taldi að vegna gáfna,
mannkosta og forystuhæfileika væri verulegur akkur í fyrir þjóðina að hafa
í vinnu fyrir sig. Mín niðurstaða var sú að slíkir þingmenn væru 17 talsins
á því kjörtímabili sem ég gegndi þingmennsku. Ég hvorki taldi né tel sjálfan
mig í þeim hópi. Sumir þessara 17 voru í ríkisstjórn auk þess að gegna þing
mennsku. Og ef það er eitthvað hægt að álykta út frá þessari kröfuhörku
minni í garð starfsmanna þjóðarinnar þá er kannski fyrst og fremst þegar
kemur að umræðunni um að fækka þingmönnum að spurningar vakna
um hversu margir nýtilegir starfsmenn yrðu á þingi ef þingmönnum væri
fækkað um helming? Ef það er töggur í 17 af 62 (tel sjálfan mig ekki með) þá
eru það um 27% af þeim sem kosnir eru. Ef fækkað væri í 32 væru um það
bil helmingi færri eftir, eða bara 8 eða 9 manns til að vinna verkin. Nema
vitanlega hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi: Að fækka þingmönnum
um helming og finna leið til að þjóðin kysi sér helmingi betri þingmenn í
stað þeirrar meðalmennsku sem nú tíðkast.
Þorvaldur: Einmitt það var mín hugsun, þegar ég lagði til fækkun
alþingismanna í stjórnlagaráði, en tillagan náði ekki fram að ganga. Allir
stjórnlagaráðsfulltrúarnir 25 unnu verk sín vel, enginn þeirra lá á liði sínu.
Ég spurði í einni ræðunni minni þar: Haldið þið, að okkur sæktust verkin
betur, ef við værum 63 en ekki 25?
Þráinn: Ég held reyndar að það þurfi hvorki afburðagreind né mikla
snilli til að geta orðið mjög dugandi stjórnmálamaður, síður en svo. Ef ég
hugsa þetta út frá hagsmunum heildarinnar er vitanlega best að þingmenn
séu góðar manneskjur, stálheiðarlegir, vinnusamir og næmir á flæði og