Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 27
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 27 Kannski hljómar þetta eins og svartsýnistuldur gamals manns sem fannst allt betra hér áður fyrr. Það fannst mér ekki. Ég þekki fátækt af eigin raun. Alsnægtir eru betri. Ég held að þetta sé sammannlegt vandamál sem hefur ekkert með það að gera að eldra fólki fannst meira gaman að vera til áður en gigtin settist að í liðamótunum og náttúran dofnaði. Ég held að vandamálið sem við – mannkynið eða stór hluti af því – höfum við að glíma er sjálf­ skaparvíti sem enginn sá fyrir. Ég er ekki að tala um heimshlýnun og mengun eða slík risavaxin vandamál og viðfangsefni sem við verðum að leysa, heldur er ég að tala um að mannkynið hefur tekið sjálft sig út fyrir sviga þannig að kenning Darwins um úrval tegundanna á ekki lengur við um mann­ eskjurnar í alsnægtaþjóðfélögum Vesturlanda. Við höfum hafnað og aftengt margvíslegt miskunnarleysi náttúrunnar með mannúðarsjónarmiðum og mannlegu réttlæti. Þetta mun hafa áhrif. Hver þau verða veit enginn. Mað­ urinn er að hluta til ekki lengur villidýr heldur er hann orðinn að húsdýri, „domestic animal“ hjá sjálfum sér í augnablikinu; kannski fjármagninu og gervigreind tölvunnar þegar fram líða stundir. Mér verður oft hugsað til þess af því að ég hef áhuga á hestum að einhver mesti hestamaður landsins og vinur minn og jafnaldri, Reynir Aðalsteinsson heitinn, sagði mér að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af séreinkennum og töfrum íslenska hestastofnsins þrátt fyrir ógætilegan útflutninga á kynbótahrossum til annarra landa. Reynir benti mér á að hér vaxa folöldin upp í stóði og fylgja mæðrum sínum. Í stóðinu ganga þau í skóla lífsins og læra að finna beitilönd og mismunandi gróður, þau læra að leita uppi vatnsból og þau verða sjálfstæð og frjáls, „hugsandi hross“ eins og Reynir orðaði það svo fallega. Útfluttu hrossin hins vegar eiga náðuga daga að mörgu leyti og lifa á litlum afgirtum svæðum þar sem eigendurnir brynna þeim og fóðra þau og sjá fyrir öllum þeirra þörfum. Þau þurfa ekki að hugsa og smám saman hverfur neistinn og víðáttan úr auganu á þeim og þau hafa tapað töfrum lífsins. Ég veit ekki frekar en aðrir hvort þessi kenning er rétt, en hún er athyglis­ verð og hún skýrir margt sem manni stendur stuggur af í nútímanum. Og þegar ég hugsa um hana finn ég til þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast hinum erfiðari hliðum lífsins og þurft að brjótast áfram af eigin rammleik, því að ég er bara bókabéus að eðlisfari og hneigður til leti og hóglífis svo að það er eins gott fyrir mig prívat og persónulega að það skyldi þó ekki hafa verið mulið meira undir mig því að það hefði verið auðvelt að eyðileggja mig með eftirlæti. Þingræði, lýðræði Þorvaldur: Nýja stjórnarskráin, sem þjóðin kaus og þingið setti á ís, kveður á um óbreyttan fjölda þingmanna, þar eð nauðsyn þótti bera til að styrkja stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldi og dómsvaldi eins og þjóð­ fundurinn 2010 lýsti eftir, og ráðsmönnum þótti því óvarlegt að leggja jafn­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.