Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 29
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 29 tækifærismennska, valdabarátta.“ Og samt heldur Styrmir áfram að vaða eld og reyk fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hvað finnst þér? Þráinn: Frekar en gera orð Styrmis að mínum vil ég taka undir með Chri­ stopher Hedges sem komst svo að orði (lauslega þýtt): „Við lifum nú í samfélagi þar sem læknar spilla heilsu, lögmenn spilla réttlæti, háskólar spilla þekkingu, stjórnvöld spilla frelsi, fjölmiðlar spilla upplýsingum, trúfélög spilla siðferði, og bankar spilla efnahagnum.“ Því miður gæti ég ekki verið meira sammála. Þetta er spellvirkjaþjóðfélag sem við lifum í. Það eru einfaldlega of margir á kreiki sem hafa og vilja hafa rangt við. Okkur hefur ekki tekist að rata á rétta leið ennþá það sem af er þessari öld. Samfélag okkar er ekki beinlínis geðslegt, en mér finnst það heldur ekki laust við mannúð og þar með ekki ógeðslegt. Kannski voru kapítalistar um miðbik síðustu aldar menningarlegri og betur menntaðir en þeir sem nú velta sér upp úr peningum. Kannski léku þeir betur á slaghörpu og fíól og hefðu frekar pantað Rubinstein til að spila í afmælinu sínu en Elton John, ef það hefði ekki þótt vúlgert að berast á. Kannski höfðu þeir fágaðri bragðlauka en svo að finnast guðdómlegt að snæða gullhúðaða grillgrísi. Það getur vel verið, en fágun er næfurþunn slæða og undir býr sama eðlið, sama græðgin, sama gildismat, sama virðingarleysi fyrir lífinu, sama skammsýna gróðahyggja einstaklingsins. Það er hins vegar meira flæði milli hinna ýmsu setlaga eða stétta í nútíma­ þjóðfélagi en á síðustu öld, Moggaöldinni, og peningamenn nútímans eru margir hverjir komnir úr neðri lögum þjóðfélagsins, úr fátæktarmyrkri þar sem fiðlutónar eða fagrar sópranraddir hafa aldrei hljómað. Ég held því að það sé fremur dauðateygjur ættasamfélagsins sem Styrmir er að harma en að illskan sé að vinna stærri sigra en áður. Eftirsjáin, nostalgía fyrrum valda­ mikils ritstjóra á Morgunblaðinu sem allir lásu hvort sem þeir vildu það eða ekki er skiljanleg því að fyrir innvígða og innmúraða var ættasamfélagið traust og tryggt, einfalt og öruggt skjól. Nú á enginn neitt lengur sem hann getur ekki haldið og lítil upphefð í því að eiga danska ömmu. Þorvaldur: Styrmir Gunnarsson segir í einni bóka sinna: „Handhafar kvótans … höfðu líf plássanna í hendi sér. …Það jafngilti pólitísku sjálfs­ morði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni.“ Hvernig horfði þessi hlið stjórnmálanna við þér árin þín á Alþingi? Þráinn: Einn ágætur sessunautur minn um tíma á þingi var útgerðar­ maður af landsbyggðinni. Hann var alltaf jafnkurteis og huggulegur við mig og alla aðra og minntist aldrei á það vandamál við mig prívat sem hann talaði stundum um þegar hann var orðinn heitur í pontunni, sem sé afætur á þjóðfélaginu eins og listamenn sem hefðu aldrei unnið heiðarlega vinnu … Þorvaldur: Aldrei dýft hendi í kalt vatn. Þráinn: … væru miklir dragbítar og þyrftu að kynnast þrældómi og karl­ mannlegri vinnu. Honum hefur kannski fundist ég vera orðinn fullgamall
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.