Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 36
36 TMM 2014 · 4 Jóhanna Sigurðardóttir Sambland af sælu og kvöl Ávarp á 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Framsóknar 10. október 2014 Ég vil byrja á því að þakka fyrir það tækifæri sem ég hef fengið hér til að minnast ömmu minnar, Jóhönnu Egilsdóttur, nú á 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Framsóknar. Það er mér einkar kært og ánægjulegt, enda var amma Jóhanna alltaf stolt mitt og fyrirmynd. Ég nefni erindi þetta „Sambland af sælu og kvöl“ en það er heiti lokakaflans í bók um ömmu mína, „99 ár“, sem skráð er af Gylfa Gröndal. Ég held að það sé ekkert ofsagt að ömmu minni hafi þótt ákaflega vænt um verkakvennafélagið sitt – þar sem hún sat í stjórn í 39 ár, þar af 27 ár samfleytt sem formaður. Fyrir 70 árum, þegar verkakvennafélagið varð 30 ára, ritaði amma grein í afmælisrit félagsins og ræddi um hina hörðu og lífsnauðsynlegu baráttu fyrir bættum kjörum verkakvenna þegar félagið var stofnað. Þá baráttu sagði hún hafa mætt vilja­ og skilningsleysi atvinnurekenda og jafnvel verkakvennanna sjálfra sem óttuðust hótanir atvinnurekenda. Amma sagði atvinnurekendur hafa, án alls bróðurkærleika, notað sér miskunnarlaust hina röngu „trú“ um getuleysi og hæfnisleysi kvenna til líkamlegra og andlegra starfa. Og í afmælisritinu lýsir hún því full af stolti hvernig allt hafi gjörbreyst á þessum þrjátíu árum frá stofnun félagsins. Ég sé hana fyrir mér, fremur lágvaxna en ábúðarfulla, segja eftirfarandi á þessum afmælisdegi: „Svo gjörbreyttur er þessi hugsunarháttur nú – sem betur fer – að varla kemur fyrir að nokkur atvinnurekandi komi fram við verkakonur með hót­ anir eða blekkingar, hvað þá að konur skilji ekki nauðsyn samtaka sinna.“ En sannarlega náðist þessi árangur, sem amma lýsti fyrir sjötíu árum, ekki átakalaust. Amma sagði mér margar sögur frá þessum átökum og sumra þeirra er getið í bókinni „99 ár“ sem ég nefndi fyrr. Mótandi bernskuminning Nú í nóvember eru 133 ár frá því að Jóhanna Egilsdóttir fæddist. Margar frásagnir hennar um strit og baráttu verkakvenna á fyrstu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.