Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 37
S a m b l a n d a f s æ l u o g k v ö l TMM 2014 · 4 37 áratugum tuttugustu aldar eru mér mjög minnisstæðar. Hún sagði mér m.a. að sem barn hefði hún mikið velt fyrir sér af hverju guð léti suma vera fátæka og aðra ríka, úr því hann væri svona góður. Hún sagðist hafa orðið pólitísk strax í æsku og sýknt og heilagt verið að hugsa um hvers vegna hlutskipti manna væri svo misjafnt; hvers vegna lánið léki við suma en ólánið elti aðra. Ein bernskuminning hennar, sem hún sagði mér endurtekið frá og ég hugsaði mikið um, hafði mótandi áhrif á mína pólitísku vitund. Sú minning tengdist því misrétti sem þeir voru beittir sem þurftu að þiggja fátækrastyrk. Hún sagðist hafa verið að leika sér á Hörglandskoti, þar sem hún bjó, þegar hún sá fjóra hesta koma eftir veginum. Á hestunum voru maður og kona sem reiddu sitthvort barnið. Tvö börn til viðbótar voru á hinum hestunum. Amma spurði móður sína hvaða fólk þetta væri. Móðir hennar svaraði að þetta fólk væri svo fátækt að það gæti ekki séð fyrir sér og börnunum. Því væri verið að flytja það sveitarflutningum. Hjónin voru sett í vinnu­ mennsku, hvort á sinn bæinn. Móðirin fékk að hafa yngsta barnið en hin þrjú börnin voru boðin upp. Og þeir fengu sem lægst buðu. Ég er ekki í vafa um að þetta hafi mótað ömmu mína og gefið henni þá orku og kraft sem þurfti til að berjast fyrir réttindum fátækra – en hún sagði að sér hefði þótt sveitarflutningur skelfilegt fyrirbæri. Á fullorðinsárum réð amma sig sem vinnukonu í Kaldaðarnesi, sem var stórt býli á Suðurlandi, og hitti þar Ingimund afa sem var þar vinnumaður. Mér fannst athyglisvert að heyra ömmu segja síðar frá því hve henni sárnaði stéttamunurinn á bænum. Heimilisfólkið borðaði til dæmis í tvennu lagi, vinnufólkinu var skammtað í askana en lagt var á borð fyrir fjölskylduna. Ég tók alveg sérstaklega eftir því að amma hafði tekið þetta nærri sér því stjórnmálaskoðun hennar mótaðist m.a. mjög af þeim stéttamun sem hún upplifði og sá allt í kringum sig. Þau amma og afi Ingimundur fluttu til Reykjavíkur. Hann þrælaði á Eyrinni, en amma var m.a. í kaupavinnu og fiski. Á þessum tíma þurftu konur iðulega að taka börn með sér í vinnuna, m.a. í kaupavinnu, þar sem öll laun þeirra voru tekin upp í meðlög með börnum þeirra. Mér fannst það svo lýsandi fyrir ömmu og baráttu hennar að hún gerði kröfu til þess að fá greiðslur fyrir eldri börnin sín sem lögðu sitt af mörkum Jóhanna Egilsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.