Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 37
S a m b l a n d a f s æ l u o g k v ö l
TMM 2014 · 4 37
áratugum tuttugustu aldar eru mér
mjög minnisstæðar. Hún sagði mér m.a.
að sem barn hefði hún mikið velt fyrir
sér af hverju guð léti suma vera fátæka
og aðra ríka, úr því hann væri svona
góður. Hún sagðist hafa orðið pólitísk
strax í æsku og sýknt og heilagt verið að
hugsa um hvers vegna hlutskipti manna
væri svo misjafnt; hvers vegna lánið léki
við suma en ólánið elti aðra.
Ein bernskuminning hennar, sem hún
sagði mér endurtekið frá og ég hugsaði
mikið um, hafði mótandi áhrif á mína
pólitísku vitund. Sú minning tengdist
því misrétti sem þeir voru beittir sem
þurftu að þiggja fátækrastyrk.
Hún sagðist hafa verið að leika sér á
Hörglandskoti, þar sem hún bjó, þegar
hún sá fjóra hesta koma eftir veginum. Á hestunum voru maður og kona
sem reiddu sitthvort barnið. Tvö börn til viðbótar voru á hinum hestunum.
Amma spurði móður sína hvaða fólk þetta væri. Móðir hennar svaraði
að þetta fólk væri svo fátækt að það gæti ekki séð fyrir sér og börnunum.
Því væri verið að flytja það sveitarflutningum. Hjónin voru sett í vinnu
mennsku, hvort á sinn bæinn. Móðirin fékk að hafa yngsta barnið en hin
þrjú börnin voru boðin upp. Og þeir fengu sem lægst buðu.
Ég er ekki í vafa um að þetta hafi mótað ömmu mína og gefið henni þá
orku og kraft sem þurfti til að berjast fyrir réttindum fátækra – en hún sagði
að sér hefði þótt sveitarflutningur skelfilegt fyrirbæri.
Á fullorðinsárum réð amma sig sem vinnukonu í Kaldaðarnesi, sem var
stórt býli á Suðurlandi, og hitti þar Ingimund afa sem var þar vinnumaður.
Mér fannst athyglisvert að heyra ömmu segja síðar frá því hve henni sárnaði
stéttamunurinn á bænum. Heimilisfólkið borðaði til dæmis í tvennu lagi,
vinnufólkinu var skammtað í askana en lagt var á borð fyrir fjölskylduna.
Ég tók alveg sérstaklega eftir því að amma hafði tekið þetta nærri sér því
stjórnmálaskoðun hennar mótaðist m.a. mjög af þeim stéttamun sem hún
upplifði og sá allt í kringum sig.
Þau amma og afi Ingimundur fluttu til Reykjavíkur. Hann þrælaði á
Eyrinni, en amma var m.a. í kaupavinnu og fiski.
Á þessum tíma þurftu konur iðulega að taka börn með sér í vinnuna, m.a.
í kaupavinnu, þar sem öll laun þeirra voru tekin upp í meðlög með börnum
þeirra.
Mér fannst það svo lýsandi fyrir ömmu og baráttu hennar að hún gerði
kröfu til þess að fá greiðslur fyrir eldri börnin sín sem lögðu sitt af mörkum
Jóhanna Egilsdóttir