Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 38
J ó h a n n a S i g u r ð a r d ó t t i r
38 TMM 2014 · 4
þegar þau voru með henni í vinnunni, án þess að greitt væri fyrir. Og það
gekk eftir.
„Hvað fæ ég fyrir drenginn?“ spurði hún – en þessi drengur var Sigurður,
faðir minn – og hún réð sig ekki fyrr en greiðsla fyrir hans framlag hafði líka
verið samþykkt.
„Trúið þið þessu?“
Amma segir í bók sinni, „99 ár“, að þetta hafi fært henni heim sanninn um
það að unnt væri að bæta hin vondu kjör verkakvenna með því að láta ekki
ganga á rétt sinn. En hún bætti við: „En að það yrði jafnerfitt og raun varð á
síðar – það grunaði mig að sjálfsögðu ekki.“
Það var sannarlega vel til fundið, undir lok síðustu aldar, að sameina fyrsta
verkakvennafélagið, Framsókn, sem stofnað var 1914 og fyrsta verkamanna
félagið, Dagsbrún, sem stofnað var 1906.
Amma brosti alltaf og hafði gaman af að segja söguna um hvernig hún
kynntist fyrst stofnun verkalýðsfélags en það var Dagsbrún. Hún segir frá því
í ævisögunni hvernig barið var að dyrum hjá þeim afa í janúarmánuði 1906
– í kytru við Laugaveg sem þau leigðu fyrir 5 krónur á mánuði.
Þar var mættur verkamaður með það erindi að vita hvort Ingimundur afi
vildi gerast þátttakandi í stofnun verkamannafélags. En það þyrfti að greiða
1 krónu í stofngjald. Og auðvitað voru þau sammála því, þó stofngjaldið
skipti verulegu máli í lífsbjörg heimilisins. Amma lýsti því þannig að þannig
hefði verkalýðshreyfingin fyrst komið inn á heimili hennar – og verið þar
síðan.
„Sömu laun fyrir sömu vinnu“ var setning sem ömmu var töm. Hún segist
fyrst hafa heyrt þessi orð úr munni Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Og eins og
amma sagði sjálf: „Síðar átti það fyrir mér að liggja að berjast fyrir þeirri
kröfu af öllum lífs og sálarkröftum.“
Ég heyrði hana oft lýsa kjörum og aðbúnaði verkakvenna. Og mikið situr
í mér saga, sem ég hef oft vitnað til, um það þegar konur fengu helmingi
minna kaup en karlar. Þeir fengu 25 aura á tímann en konur 12 aura fyrir
sama starf. Og sama kaup var greitt fyrir nætur og helgidagavinnu.
Þegar þessa hluti bar á góma hækkaði hún amma mín róminn, þessi
annars blíðlega kona. Þá otaði hún fingri ógnandi út í lofið og sagði örg:
„Trúið þið þessu?“
Þessi lágvaxna, hláturmilda kona gjörbreyttist þegar hún lýsti óréttlætinu og
misréttinu í tengslum við launakjör kvenna. Þá spratt baráttukonan ljóslif
andi fram – sú sem hafði barist af svo mikilli hörku fyrir verkakonur á fyrri
hluta tuttugustu aldar.
Konan sem rifið hafði kjaft við atvinnurekendur sem oft kvörtuðu undan
því að hún væri frek og kölluðu hana „gráu kerlinguna“ og „bolsa“.