Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 38
J ó h a n n a S i g u r ð a r d ó t t i r 38 TMM 2014 · 4 þegar þau voru með henni í vinnunni, án þess að greitt væri fyrir. Og það gekk eftir. „Hvað fæ ég fyrir drenginn?“ spurði hún – en þessi drengur var Sigurður, faðir minn – og hún réð sig ekki fyrr en greiðsla fyrir hans framlag hafði líka verið samþykkt. „Trúið þið þessu?“ Amma segir í bók sinni, „99 ár“, að þetta hafi fært henni heim sanninn um það að unnt væri að bæta hin vondu kjör verkakvenna með því að láta ekki ganga á rétt sinn. En hún bætti við: „En að það yrði jafnerfitt og raun varð á síðar – það grunaði mig að sjálfsögðu ekki.“ Það var sannarlega vel til fundið, undir lok síðustu aldar, að sameina fyrsta verkakvennafélagið, Framsókn, sem stofnað var 1914 og fyrsta verkamanna­ félagið, Dagsbrún, sem stofnað var 1906. Amma brosti alltaf og hafði gaman af að segja söguna um hvernig hún kynntist fyrst stofnun verkalýðsfélags en það var Dagsbrún. Hún segir frá því í ævisögunni hvernig barið var að dyrum hjá þeim afa í janúarmánuði 1906 – í kytru við Laugaveg sem þau leigðu fyrir 5 krónur á mánuði. Þar var mættur verkamaður með það erindi að vita hvort Ingimundur afi vildi gerast þátttakandi í stofnun verkamannafélags. En það þyrfti að greiða 1 krónu í stofngjald. Og auðvitað voru þau sammála því, þó stofngjaldið skipti verulegu máli í lífsbjörg heimilisins. Amma lýsti því þannig að þannig hefði verkalýðshreyfingin fyrst komið inn á heimili hennar – og verið þar síðan. „Sömu laun fyrir sömu vinnu“ var setning sem ömmu var töm. Hún segist fyrst hafa heyrt þessi orð úr munni Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Og eins og amma sagði sjálf: „Síðar átti það fyrir mér að liggja að berjast fyrir þeirri kröfu af öllum lífs­ og sálarkröftum.“ Ég heyrði hana oft lýsa kjörum og aðbúnaði verkakvenna. Og mikið situr í mér saga, sem ég hef oft vitnað til, um það þegar konur fengu helmingi minna kaup en karlar. Þeir fengu 25 aura á tímann en konur 12 aura fyrir sama starf. Og sama kaup var greitt fyrir nætur­ og helgidagavinnu. Þegar þessa hluti bar á góma hækkaði hún amma mín róminn, þessi annars blíðlega kona. Þá otaði hún fingri ógnandi út í lofið og sagði örg: „Trúið þið þessu?“ Þessi lágvaxna, hláturmilda kona gjörbreyttist þegar hún lýsti óréttlætinu og misréttinu í tengslum við launakjör kvenna. Þá spratt baráttukonan ljóslif­ andi fram – sú sem hafði barist af svo mikilli hörku fyrir verkakonur á fyrri hluta tuttugustu aldar. Konan sem rifið hafði kjaft við atvinnurekendur sem oft kvörtuðu undan því að hún væri frek og kölluðu hana „gráu kerlinguna“ og „bolsa“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.