Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 41
S a m b l a n d a f s æ l u o g k v ö l TMM 2014 · 4 41 konur út af vinnustöðunum þegar á rétt þeirra var gengið og lækka átti kaup þeirra. „Baráttan fer ekki lengur fram á vinnustöðum,“ sagði amma, nærri 100 ára gömul. „Nú þarf ekki annað en að setjast við samningaborðið. Svona hefur verkalýðurinn unnið á – hægt og bítandi – og breytt hugsunarhætti þjóðarinnar.“ Baráttukonan á peysufötunum Amma fór alltaf í kröfugöngu 1. maí, þá síðustu þegar hún var 94 ára. Það var algjörlega heilög skylda, fannst henni. En það voru bara alhörð ustu verkakonurnar sem þorðu að láta sjá sig í göngunni af ótta við atvinnu­ rekendur. Í bók ömmu segir hún að ein verkakonan hafi sagt við sig; „Allt sem þú biður um skal ég gera fyrir þig, nema bara ekki fara í kröfugönguna“. Margar merkar konur hafa staðið í farabroddi fyrir Verkakvennafélaginu Framsókn sem amma unni svo mjög. Fyrir utan hana og fyrsta formanninn, Jónínu Jónatansdóttur sem amma talaði alltaf um með mikilli virðingu og stolti og sagðist margt hafa af henni lært, þá kynntist ég líka ágætlega eftir­ manni hennar Jónu Guðjónsdóttur. Einnig Þórunni Valdimarsdóttur og Rögnu Bergmann. Þessar konur og margar fleiri, sem tóku þátt í baráttunni og sátu í stjórn verkakvennafélagsins með ömmu minni, eru brautryðjendur sem ég lít mjög upp til. Því þær voru meðal þeirra sem ruddu brautina að þeirri verkalýðs­ baráttu sem gert hefur þjóðfélag okkar betra og réttlátara. Glæsilegar voru þær, þessar konur sem stjórnuðu baráttunni fyrir bættum kjörum kvenna á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar á peysufötum sínum. Þegar ég var unglingur hitti ég ömmu oft í strætó. Þá var hún á leið á skrif­ stofu verkalýðsfélagsins. Þegar krakkarnir spurðu hvaða peysufatakonu ég hefði verið að heilsa upplýsti ég að þetta væri hún amma á leið á skrifstofuna sína að vinna fyrir verkafólkið. Allt til dauðdags hélt Jóhanna Egilsdóttir baráttuandanum og ástríðunni fyrir bættum kjörum verkafólks , en hún lést á 101. aldursári. Hún sagðist vera þakklát fyrir lífið, þótt baráttan hefði iðulega verið ómanneskjulegt erfiði og strit. Eins konar sambland af sælu og kvöl. En hún gafst aldrei upp, sama á hverju gekk, heldur beitti sér ótrauð fyrir þeirri hugsjón sem hún trúði á og þótti svo vænt um: Hugsjóninni um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Í því fólust sigrar hennar fyrir verkakonur á Íslandi á síðustu öld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.