Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 48
R a g n a S i g u r ð a r d ó t t i r 48 TMM 2014 · 4 lágreista byggðina á nesinu, eitt hús stóð upp úr, hvítt með rauðu þaki. Handan við flóann hafði birtan breyst og Akrafjallið sveif ljósgullið í móðu, Skarðsheiðin var horfin í þoku og skuggi fikraði sig eftir Esjunni til austurs, snjórinn í hlíðunum hafði tekið á sig gylltan blæ. Nú var farið að frjósa, ég steig út af göngustígnum til að forðast hálkuna og gekk á grasinu, við hvert spor heyrðist skvamp í bleytu. Við hesthúsin stóðu fimm menn í hnapp, fjórir svartklæddir, einn í ljósum jakka. Þeir voru ábúðarmikilir, tveir með pappíra undir handleggnum, einn talaði í síma. Ég lagði við hlustir þegar ég gekk fram hjá handan götunnar. Þeir voru að tala um rotþrær. Það kom mér ekki á óvart. Meðfram stígnum voru djúp hófaför í gulri sinunni, full af vatni. 13.2.14. Gekk út Jörfaveginn, stillt, skýjað, við frostmark. Litir dagsins voru gulir og gráir. Í móanum á hægri hönd var vatnið í skurðinum frosið, him­ inninn speglaðist í ísnum og gerði hann skýjaðan, mjólkurlitan, grábláan, brúnleitan. Tólf gæsir bitu gras og tvær þeirra álpuðust yfir göngustíginn í átt að veginum en flugu gargandi upp þegar ég nálgast og sneru aftur inn í móann til hinna. Ég beygði til hægri þar sem göngustíginn nemur við Norðurnesveginn, stuttur hringur í dag. Við endann á tjörninni hafði einhver kastað ónýtu kústskafti á göngustíginn, það var hvítt með svörtum endum. Beyglað og dældað. Í grasinu við göngustíginn hafði vatn frosið í dældum, eins og bráðnu gleri hefði verið hellt hér og hvar, sem nú hafði harðnað og varðveitti framvegis hvert strá að eilífu. Þetta var glerdagur, stilltur og glær. Tjörnin var líka frosin og ísinn sléttur, ljós að sjá, tíðindalítill, svanirnir voru hvergi sjáanlegir. Ég gekk meðfram sjónum, á löngum kafla hafði þang borist yfir varnargarðinn og huldi stíginn, það var ófrosið og mjúkt undir fæti, dökkbrúnt og svargrátt undir hvítri hélu. Í nágrenni við húsin í götunni byrjaði hundur að gelta bak við gler, kæft gelt en ákaft og annar tók undir. Eftir svolitla stund barst annað gelt lengra frá, þeir geltust á, ósýnilegir. Fleiri tóku undir eftir því sem ég gekk innar eftir götunni, þeir espuðu hver annan upp. Áður en ég opnaði dyrnar heima, enn með jafnvægi og kyrrð dagsins innra með mér, taldi ég fimm raddir, geltandi hver upp í aðra. 17.2.14. Ég var að ryksuga í stofunni, sólin skein inn um suðausturgluggana og birti ryk á glerplötu á blómaborði. Mér varð hugsað til verka Marcels Duchamp, þá sérstaklega Stóra glersins og strax á eftir til Suchan Kinoshita sem sýndi innihaldið úr ryksugupokunum sínum í galleríi í Amsterdam í kringum síðustu aldamót.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.