Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 57
Þ e g a r b l i n d g a t a n o p n a s t t i l a l l r a á t t a TMM 2014 · 4 57 Lesandinn getur brosmildur hafið sína blöndun: Stolið epli og gefið, Eva og Björn í Sauðlauksdal, skilningur mannsins og fall, bjartsýni hans og …? En það er þó ekki epli bláa hegrans sem setur einkum svip sinn á söguheim Gestakomanna heldur það sem prýðir kápu bókarinnar, jarðeplið. Það á hug Björns frá upphafi frásagnar hans til loka, verður fulltrúi plönturíkisins sem hann vill kynna sinni þjóð svo að í landinu fái lifað feitir menn og fagrir. Milli þess sem Björn sinnir ræktun jarðeplisins til að undirbúa veisluna og étur það sjálfur − jafnvel hrátt − hugsar hann um ólíkar tegundir þess svo ekki sé minnst á að það er viðmið hugsana hans um aðskiljanleg efni og þar með uppspretta ýmissa líkinga hans, eins og síðar verður drepið á. Þversagnir Björns blasa við frá upphafi: íhaldssöm kristin heimssýn, þar sem valdastigveldið er óhagganlegt og guð þegar upp er staðið sá sem öllu ræður, blandast framfaratrú upplýsingarinnar og hugmyndum um betri heim þar sem menn geta sjálfir haft áhrif á örlög sín og eigin sögu. Þyngsl klerks og einangrunin sem skín af myrkri augna hans kveikja sterka sam­ kennd um leið og yfirlæti 18. aldar embættismannsins, karlsins sem hefur hlotið skólun, brauð og gott atlæti, kann að vekja dálítinn ónotahroll: Óvitið dafnar sem aldrei fyrr. […] Þar sem fólk gæti eygt von til bjartari tíðar með skynsemi og heilbrigðum þanka kæfir það allt um leið í ýkjusögum og hjátrú. Það hræðir sjálft sig inn í öskusleginn moldakofann þar sem ekkert finnst ætt nema úldinn fiskur úr löngu liðnum róðri, tvö nakin bein úr kindarhaus sem missti sína næringu fyrir mörgum sumrum. (bls. 10–11) En jafnvel forakt Björns er flutt fram af svellandi mælsku og lífskrafti sem hrífur − þannig að aðdáunin læðist upp í vitund manns. Einkar vel gerðar eru ýmsar lýsingar á skiptum Björns við ungmennin tvö sem honum fylgja í Sauðlauksdal og vitna eftir því sem á söguna líður um breytta lífssýn hans og afstöðu. Þegar María stendur fyrsta skipti andspænis honum og kveðst hafa gluggað í aðra konungsgjöfina Urta kosti en ber um leið að vitum Björns hina, þ.e.a.s. kartöfluútsæðið sem hún vill koma í jörð svo allt verði gott, bregst hann ókvæða við, hann þolir ekki það sem hann kallar „hortugheit“ hennar og honum misbýður að hjúið skuli þykjast geta breytt aðstæðum húsbónda síns. Hann ræður ekki við sitt ríka geð og lýsir viðbrögðum sem vitna ekki aðeins um djúpa vanlíðan hans heldur hve valdapíramíðinn er inngróinn í veru hans: „Burt!“ hrópaði ég og sló frá mér höndum. „Burt í nafni Guðs almáttugs og kon­ ungsins, burt í nafni þess húsbónda er skal aldrei lúta undir sitt hjú en refsa því heldur með vandarhöggi.“ (bls. 21) Stríðni Maríu fer líka í taugarnar á Birni en þar eð stúlkan verður fljótt sjálf augu hans, lýsir fyrir honum náttúru og atburðum hversdagslífs svo að hvaðeina stendur honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, kemur þar að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.