Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 61
Þ e g a r b l i n d g a t a n o p n a s t t i l a l l r a á t t a
TMM 2014 · 4 61
í dalnum og í hlað ríða þremenningarnir, í fylgd með tötrafólki, holds
veikum, hungruðum og krömum víðsvegar af Vestfjörðum og í ofanálag
sundurleitum hópi gamalla vina Mogesens frá útlöndum, sem koma með
kyndugustu krásir úr Bretaveldi. Þar með birtir aftur yfir Sauðlauksdal og
klerkinum aldna:
Það eitt vissi ég þar sem ég stóð á hlaðinu og fann nánd þessara sveitunga minna
flytja mér heim kvikuna inni í Íslandi, að það var enn von í heiminum. Hér þreyjum
við lífið og höldum okkar jól, sama hversu yfir okkur er spúið. (130)
Þjóðfélagslegi metorðastiginn, dekrið við heldri menn, menningarforaktin á
þeim sem ekki eru upplýstir – allt er þetta nú fokið úr máli hans. Þeir sem
gera veisluna mögulega og þeir sem hana sækja eru enda þeir sem samfélagið
hirðir minnst um.
Séra Björn dregur sig fljótt úr skarkala gestakomunnar og gerir þá m.a.
upp afstöðu sína til Maríu og Schevings og leggur blessun sína yfir að tekið
er að draga saman með þeim. En hann minnir líka á að þrátt fyrir margvís
lega óáran á Íslandi, sé ástandið líka hart annars staðar. Kannski glittir þá í
gamla valdapíramíðann í huga hans þar sem konungurinn skal tróna öðrum
ofar, þó að blóðsúthellingarnar og eftirleikur þeirra gangi klerki eflaust næst:
Fransmenn keppast við að lóga sínum konungum með fallöxi, þeir láta tína saman
hárkollurnar og þeyta upp á himinhvolfið með flugeldum. (bls. 134)
Enda þótt Björn fari orðrétt með inngangsræðu Halldórs í veislunni, gerir
hann boðinu sjálfu bara stutt skil en fylgir þeim eftir með vangaveltum
um sjálfan sig og tilvistina, náttúruna og heimalandið. Í ræðu Halldórs er
hins vegar ráðlegging til veislugesta sem eins kann að vera ætluð lesendum
bókarinnar eða þeir geta að minnsta kosti tekið mið af, þó ekki væri nema
fram að síðustu setningu hennar!:
Festið ekki átrúnað á allt sem Björn prestur segir ykkur, en vitið þetta: hans matur
skal lækna og líkna, hann er ykkar einlægur verndari. (bls 138)
Veislunni hefur réttilega verið líkt við Babettes Gæstebud eftir Blixen.24
Sé hugsað um aðalpersónuna og 18. öldina er þó nær að fara til upphafs
ins, biblíunnar. Heldri mennirnir, sem finna sér hver sína afsökun fyrir
að koma ekki til boðsins, eru sem stignir út úr sögunni af manninum
sem Lúkasarguðspjall segir hafa boðið til kvöldmáltíðar, og tötralýðurinn
sem mætir í stað yfirstéttarinnar sömuleiðis.25 En séra Björn með sínum
„lærisveinum“ í veislunni vekur upp umhugsun um aðra kvöldmáltíð. Hann
veit að hann er að deyja en skrifar við lok frásagnar sinnar, laus undan öllum
dauðageig, til Eggerts vinar síns: Nú ræ ég til þín mágur út á vetrarhafið […]
(bls. 140).