Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 64
64 TMM 2014 · 4 Sindri Freysson Hetja þúsund andlita og höfundur þúsund nafna Þegar Erlendur hans Arnaldar þrammar um austfirskar þokur með sviða­ kjamma í kviðnum og mannabein í sinninu má vera að hugur hans hnjóti annað slagið um minningu guðföður hans, Basils fursta. Guðfaðir eða aðeins andlegt skyldmenni, um það má kannski rökræða, en sameiginlegt eiga þeir þó að leysa glæpi, berjast gegn þrjótum og vera þjáðir af ofvaxinni réttlætis­ kennd og óskilgreindum harmi. Rómantískar hetjur fastar í þokusúld hvers­ dagsleikans, þjakaðar af Weltschmerz sem engin meðul fá læknað. Basil fursti, „konungur leynilögreglumannanna“ einsog hann var kallaður, fullnægði þörf mörlandans fyrir morð og ofbeldi löngu áður en sænskættaði löggukórinn upphóf sinn tregasöng. Nærvera hans tryggði vitaskuld farsælar málalyktir þar sem gæskan sigrar illskuna – altént tímabundið – eftir að hafa klöngrast yfir margháttaðar hindranir og ófærur. Basil birtist fyrst á íslenskum rit­ og blóðvelli árið sem seinni heims­ styrjöld hófst og gekk skrykkjóttum og stopulum skrefum eftir þeim velli í um þrjá áratugi þar á eftir – seinasta heftið var gefið út skömmu fyrir 1970. Höfundurinn var sveipaður leyndarhjúpi frá upphafi. Óþekktur höf­ undur stóð á forsíðu heftanna, sem léði skrifunum dulúðugan keim og trúlega vægi umfram verðleika. Þar með var upprunaland skrifanna einnig á huldu. Fyrstu sögurnar, sex talsins, voru prentaðar árið 1939 hjá Sögusafni heimilanna sem Árni Ólafsson, prentari og rithöfundur, stóð að. Talið er að Páll Sveinsson, barnaskólakennari í Hafnarfirði, hafi íslenskað Basil fursta að mestu.1 Bók númer tvö kom út 1940 og þriðja bókin árið 1941 og innihélt fimm sögur. Í beinu framhaldi af þessari útgáfu var farið að gefa út sérhefti með myndskreyttum kápum, í einum lit að jafnaði, og innihélt hvert hefti eina sögu. Fyrsta heftið hét Konuræninginn.2 Alls voru gefin út 52 hefti í þessari lotu frá 1941 og til ársins 1947, að því talið er.3 Í seinasta heftinu sem kom út í þessari útgáfu, Tvíburasystrunum, gekk Basil fursti, sem var kunnur kvenhatari, í hjónaband og lauk ævintýrum hans þar með einsog margra annarra. Tæpum áratug eftir að göngu Basils lauk hérlendis sendi Gunnar Gunnars­ son frá sér glæpasöguna Gátan leyst (1979),4 þar sem höfuðpersónan Margeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.