Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Qupperneq 70
S i n d r i F r e y s s o n
70 TMM 2014 · 4
afhjúpa sökudólginn, og er ekki laust við að ákveðinn kafli æskunnar hafi
þar með lokast. Í kjölfarið skrifaði ég greinarstúf í Morgunblaðið (það tók
stundarkorn að sannfæra fréttastjórann um fréttagildið …) þar sem m.a.
sagði þetta:
Ljóst er orðið hver var höfundur að sakamálasögunum um Basil fursta og reyndist
það vera danskur höfundur að nafni Niels Meyn. Um árabil hafa menn velt vöngum
yfir hver gæti verið höfundur að Basil fursta en sögurnar um hann eru fyrir löngu
orðnar fágæti fyrir safnara hérlendis. Ásgeir Eggertsson, fjölmiðlafræðingur,
fékk vísbendingu frá Íslendingi sem skoðað hafði sýningu á dönskum glæpabók
menntum í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn árið 1984 og þóttist þekkja
þar hefti með Basil fursta. Samkvæmt upplýsingum sem Ásgeir aflaði sér komu
út 64 hefti með ævintýrum Basils fursta á árunum 1926 –1927 í Danmörku hjá
þremur mismunandi forlögum og er Niels Meyn að minnsta kosti höfundur fyrstu
heftanna.21 Meyn fæddist árið 1891 í Kaupmannahöfn og lést árið 1957 í Gentofte.22
Heftin í fyrstu útgáfuhrinunni í Danmörku voru 64 talsins einsog þarna
kom fram, tólf fleiri en komu út á Íslandi, og var ævintýrið um tvíbura
syst urnar djöfullegu, De djævelske Tvillinge søstre, − þar sem furstinn gekk
í hnapp helduna sem fyrr sagði – númer 59 í röðinni ytra en 52 hérlendis.
Seinasta heftið ytra bar titilinn De indiske Hævnere, sem kannski má snara
sem Indversku hefndarenglarnir.23 Íslenska útgáfan kallaði Basil jafnan
„konung leynilögreglumannanna“ en í dönsku útgáfunni var meiri áhersla
lögð á að sæma hann nafnbótinni „De Tusind Maskers Mester”, eða Mað
urinn með þúsund grímurnar.
Niels (Gustav) Meyn fæddist í Danaveldi þann 11. desember 1891.
Hann hóf feril sinn sem þýðandi spennusagna hjá dönsku bókaútgáfunni
Litteraturselskabet á fyrsta áratug 20. aldar. Fyrsta sagan eftir hann birtist í
vikublaðinu Hjemmet árið 1910, þegar hann var nítján ára gamall, en sama
ár varð hann stúdent frá Fredriksberg Gymnasium og árið eftir cand. phil.
Um tíma starfaði Meyn sem bókavörður á bókasafni dagblaðsins Politiken,
eftir endasleppt nám í efnafræði. Fyrsta skáldsaga hans, Med luftskip til Mars
(Með loftskipi til Mars), kom út árið 1911, en hana skrifaði hann í samstarfi
við August Klingsey. Fjórum árum síðar skrifaði hann síðan fyrstu bók sína
einn og óstuddur, framtíðarsöguna Rejsen til Venus (Ferðin til Venusar).
Ásgeir Eggertsson segir að í danska rithöfundatalinu séu 142 bækur eftir
Meyn taldar upp, flestar flokkast undir svokallaðar alþýðubókmenntir, að
meðtöldum þýðingum af erlendum tungumálum. „Eignaði hann sér gjarnan
stælingar og þýðingar sínar á erlendum reyfurum því greiðslur fyrir frum
samin skrif voru hærri en fyrir þýðingar,“24 segir Ásgeir.
Frá upphafi og þar til hann lést árið 1957 skrifaði Meyn sannanlega
meira en 300 sakamálasögur, ef með eru taldar þær sögur sem finna má í
glæpaheftum (kioskmagasin eða sjoppuritum). Hann notaði a.m.k. 30–40
mismunandi höfundarnöfn við skrifin, en auk þess samdi hann barnabækur,