Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 82
J ó n K a r l H e l g a s o n
82 TMM 2014 · 4
Elsta sagan, „The Villain from Valhalla“, birtist í tímaritinu Adventure
Comics #75 sumarið 1942 en hana samdi Kirby í félagi við Joe Simon. Hér
eiga ofurhetjurnar Sandman og Sandy í höggi við flokk víkinga sem gera
strandhögg í New York. Á fyrstu síðunni má sjá skeggjaðan foringja flokksins
standa á bökkum East River með Brooklynbrúna og Empire State í baksýn.
Hann hefur rifið Sandy upp á hárinu og sveiflar hamri sínum ógnandi yfir
höfði Sandman. Íkonagrafían er sú sama og á forsíðu Journey into Mystery
tuttugu árum síðar, nema að í stað geimskipsins og steinmannanna gefur hér
að líta langskip með drekatrjónu og víkinga vopnaða sverðum. Fyrir neðan
myndina eru aðstæður útskýrðar: „Úr myrkum helli fortíðarinnar rís Thor,
hinn forni stríðsguð … það vottar ekki fyrir góðmennsku í æðum hans: Þess
í stað lætur hann bara stjórnast af hatri og villimannlegri grimmd þegar
hann gerir innrás í nútímann … hann sveiflar töfrahamri sínum … hann
brennimerkir öfl samfélagsins tákni brjálæðisins.”8
Enda þótt Thor sé hér í hlutverki illmennisins en ekki ofurhetjunnar er
verið að segja nákvæmlega sömu sögu og í „Thor the Mighty and the Stone
Men from Saturn!“ og raunar þúsundum annarra myndasagna. Samfélagið
er í uppnámi vegna árásar óvinveittra afla en áður en yfir lýkur tekst hetj
unum að yfirbuga þorparana og koma á röð og reglu. Í lok sögunnar kemur
í ljós að ekki er um raunverulega víkinga úr fortíðinni að ræða heldur hóp
dulbúinna glæpamanna. Foringi hópsins er háskólaprófessor að nafni „Fairy
Tales“ Fenton en hann hefur nýtt sér eigin goðsagna og tækniþekkingu til
að hanna á sig skotheldan búning og smíða rafmagnaðan töfrahamar sem
splundrað getur lögreglubílum og bankahvelfingum. Thor er, með öðrum
orðum, bara ótíndur bankaræningi en eins og Chris Simon hefur bent á er
sú ákvörðun höfundanna að láta Fenton bregða sér í gervi „germanska stríðs
guðsins“ skiljanleg í ljósi vaxandi afskipta Bandaríkjamanna af ófriðnum í
Evrópu.9
Önnur myndasaga frá stríðárunum, sem sögð er vera eftir þá Kirby og
Simon, nefnist „The Shadow of Valhalla“ en hún birtist í tímaritinu Boy
Commandos #7 sumarið 1944. Báðir höfðu þeir félagar verið kvaddir í
bandaríska herinn þegar sagan birtist og er talið líklegt að handritshöf
undurinn Don Cameron (1905–1954) og teiknarinn Louis Cazeneuve (1908–
1977) hafi unnið mestan hluta vinnunnar.10 Söguhetjur Boy Commandos
seríunnar, sem farið var að gefa út 1942, eru fjórir munaðarlausir drengir
frá Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum en leiðtogi þeirra
er fullorðinn hermaður að nafni Rip Carter. Saman berst hópurinn gegn
útsendurum Öxulveldanna á ýmsum vígstöðvum. Sögusvið „The Shadow
of Valhalla“ er Noregur undir þýskum yfirráðum; drengjaflokki Carters er
falið að leita að vopnum í gömlum kastala. Í ljós kemur að byggingin er sjálf
Valhöll og er hún hernumin af hópi nasista. Það slær í brýnu milli flokkanna
og eyðileggst hluti kastalans í sprengingu. Í framhaldinu skakka Thor, Freyr,
Bragi og Heimdallur leikinn og draga óboðnu gestina fram fyrir hásæti