Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 86
J ó n K a r l H e l g a s o n 86 TMM 2014 · 4 ófriðarins á Kóreuskaganum sem Bandaríkjamenn hófu afskipti af snemma á sjötta áratugnum en lýsingin á „skrítna, hræðilega vopninu“ bendir þó allt eins til þess að verið sé að vegsama (undir rós) mikilvægi kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki fyrir endalok síðari heimsstyrjaldar og vopnaðan frið kaldastríðsáranna. Um leið kallast sagan óbeint á við Prologus Snorra­ Eddu. Í þeim texta er fullyrt að norrænu goðin hafi upprunalega komið til Svíþjóðar frá Asíu. Þór hafi til að mynda upphaflega verið hinn forn­gríski Tror, sonur Menons konungs og Priami eiginkonu hans í Tróju. Í Skáld­ skaparmálum er hnykkt á þessu: En eigi skulu kristnir menn trúa á heiðin goð og eigi á sannindi þessarar sagnar annan veg en svo sem hér finnst í upphafi bókar er sagt er frá atburðum þeim er mannfólkið villtist frá réttri trú, og þá næst Tyrkjum, hvernig Asíamenn þeir er æsir eru kallaðir fölsuðu frásagnir þær frá þeim tíðindum er gerðust í Tróju til þess að landsfólkið skyldi trúa þá guð vera. 21 Sögu Ditko lýkur með áþekkum hætti á mynd sem sýnir eldri kennara segja við tvo nemendur í nútímanum: „Með tímanum var ekki lengur hægt að finna ummerki um hellinn og hvarf Thors varð að leyndardómi en hann að þjóðsagnapersónu og margar frásagnir um aflið sem bjó í þrumufleyg hans urðu til í aldanna rás.“22 Margt bendir til að myndasögurnar fimm frá árabilinu 1940 til 1959 sem hér hafa verið greindar séu meðal þeirra heimilda sem Lee, Liber og Kirby byggðu á þegar þeir sköpuðu fyrstu söguna um The Mighty Thor. Erfiðara er að fullyrða um milliliðalaus tengsl „Thor the Mighty and the Stone Men from Saturn!“ við norrænar goðsagnir. Staðreyndin er sú að í elstu Marvel­ sögunum má greina fjölbreytileg textatengsl sem vísa samtímis í ýmsar ólíkar áttir. Steinmennirnir frá Satúrnusi sem dr. Blake/Thor glímir við eru ágætt dæmi um þetta. Fyrir lesanda sem er handgenginn íslenskum miðaldatextum er einboðið að tengja þessar persónur við bergrisana sem lýst er í Snorra­Eddu. Fyrir þann sem þekkir til ferils Jacks Kirby blasir hins vegar við að þetta eru sömu geimverur og hann teiknaði upp í fjórum sögum á árunum 1959 til 1961 og byggði á þekktum skúlpurum sem fyrir­ finnast á Páskaeyju í Suður­Kyrrahafi. Í sumum þessara sagna er foringi steinmannanna nefndur Thorr en líkt og Richard Kolkman hefur vakið athygli á er skýringin ekki endilega sú að Kirby hafi verið að lesa Snorra­ Eddu heldur rit norska landkönnuðarins Thors Heyerdahl, Aku­Aku: The Secret of Easter Island sem nýkomið var út í enskri þýðingu: „Er ekki rökrétt að álykta að Jack hafi ekki aðeins fengið innblástur frá bókinni heldur líka sýnt höfundi hennar, manni að nafni Thor, virðingu sína með því að tengja saman jafnsundurleit fyrirbæri og stytturnar á Páskaeyju og norska þrumu­ guðinn?“ spyr Kolkman.23 Í elstu bandarísku myndasögunum um Thor er unnt að tengja illmennin við átök Bandaríkjamanna við Þriðja ríkið og tilteknar þjóðir í Suðaustur­Asíu. Með svipuðum hætti er eðlilegt að tengja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.