Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 87
„ Æ s i l e g a s t a o f u r h e t j a a l l r a t í m a“
TMM 2014 · 4 87
steinmennina í elstu Marvelsögunni við þá spennu sem ríkti í samskiptum
austurs og vesturs á sjöunda áratugnum. Þess má geta að Noregur var annað
af tveimur NATOríkjum í Evrópu sem átti landamæri að Sovétríkjunum
á þessum tíma (hitt var Tyrkland). Slíkar pólitískar tilvísanir héldu áfram
að vera mikilvægur þáttur sagnanna hjá Marvel. Í annarri sögunni um The
Mighty Thor sem birtist í Journey Into Mystery #84 haustið 1962 glímdi hann
til að mynda við kommúnista sem voru að leggja undir sig lítið land í Suður
Ameríku.24
Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá útgáfu „Thor the Mighty and the Stone
Men from Saturn!“ hafa komið út yfir 500 myndasögur um Thor og ævintýri
hans. Þátttaka hans í The Avengers seríunni hefur líka haft sitt að segja fyrir
frægð hans en alls hafa komið út hátt í 600 sögur helgaðar þessum hópi
ofurhetja. Þá má nefna að árið 1966 voru valdar sögur um Thor þróaðar
fyrir sjónvarp í teiknimyndaflokknum The Marvel Super Heroes. Nýjustu
afurðirnar af þessu tagi eru kvikmyndirnar sem Úlfhildur Dagsdóttir ræðir
í grein sinni: Thor (2011) í leikstjórn Kenneth Branagh, The Avengers (2012)
í leikstjórn Joss Whedon og Thor: The Dark World (2013) í leikstjórn Alan
Taylor. Í flestum þessum myndasögum, teiknimyndum og kvikmyndum eru
leikin tilbrigði við þau grundvallarstef sem greina má í elstu sögunni um The
Mighty Thor og „frumtextum“ hennar: Ofurhetjan þarf að bjarga jörðinni
eða Ásgarði frá illum öflum, þar með talið jötnum, geimverum og brjáluðum
vísindamönnum, að ógleymdu illmenninu Loka. Í vissum tilvikum hafa
handritshöfundar sótt sér innblástur beint til fornnorrænu heimildanna
sem og til endurritanna þeirra, til að mynda í Niflungahring Wagners.25
En í raun hefur orðið til sjálfstæður goðsagnaheimur í kringum persónur
Marvels sem er ekki síður margbrotinn en sá goðsagnaheimur sem kynnast
má með lesti eddukvæða og SnorraEddu. Og stöðugt skjóta nýjar endur
ritanir og afbrigði upp kollinum. Má til dæmis nefna smásöguna „Thor
Meets Captain America“ eftir David Brin (f. 1950) frá árinu 1986 en hún
lýsir því þegar norrænu goðin ganga í lið með þýskum nasistum og tryggja
þeim sigur í síðari heimstyrjöldinni.26 Árið 2003 unnu Brin og teiknarinn
Scott Hampton (f. 1959) upp úr smásögunni grafíska skáldsögu sem nefnist
The Life Eaters.27 Líkt og kápumyndin gefur til kynna er Thor kominn þar
í svipaðar stellingar og í elstu sögu Jacks Kirby um efnið, „The Villain from
Valhalla“ frá 1942. Í einhverjum skilningi vitjar æsilegasta ofurhetja allra
tíma þar uppruna síns.
Tilvísanir
1 Sjá Úlfhildi Dagsdóttur, „ÁsaÞór og förin til Hollywood“, Tímarit Máls og menningar 75/1
(2014): 57–70.
2 Sjá m.a. Mark Evanier, Kirby. King of Comics (New York: Ambrams, 2008), s. 111–163.
3 Snorri Sturluson, Edda. Prologue and Gylfaginning, útg. Anthony Faulkes (London: Viking