Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 89
TMM 2014 · 4 89 Péter Esterházy Ef allt gengur vel Þýðing: Jóna Dóra Óskarsdóttir Viðfangsefni: þrjár setningar um Evrópu. Í dag er Evrópa þetta: maður er beðinn um að skrifa þrjár setningar um Evrópu, það er, Evrópa er endurminningin um Evrópu, skugginn af skugganum; til dæmis. Setningin hér á undan var fyrsta setningin; þessi setning er önnur setningin og næsta setning er sú þriðja. Ef allt gengur vel. Hver er sá sem talar og hvaðan? Þeirri stóru og dásamlegu, viðamiklu og kvikindislegu spurningu um hver ég sé ætla ég að sjálfsögðu ekki að reyna að svara að þessu sinni, það er viðfangsefni sem næði langt út fyrir ramma þessa málþings. Leggjum upp með dirfskufulla vinnutilgátu og gerum ráð fyrir því að ég sé evrópskur. Nú bæri mér eiginlega samstundis að þegja, það hæfir ekki að spyrja Evrópumann út í evrópskuna, því hann er evrópskur með húð og hári veslingurinn, svo evrópskur að honum er ekki viðbjargandi, hann er hreint og beint dæmdur til evrópskunnar, við erum að innan það sem við vildum skoða utan frá. En við ættum svo sem að hafa vanist því að fjalla um orð með orðum. Skrifaðu, og engan tepruskap, þannig mætti vitna, svo varla færi á milli mála, í Danilo Kiš. Svo ég grípi til stórra orða þá er mannleg hugsun (er til önnur?) elsk að þversögnum, evrópskum huga þjálfuðum á Aristótelesi óar kannski meira við þeim, vildi gjarnan gleyma þeim. Ég ætla mér ekki, og gæti heldur ekki hætt mér inn á svið stærðfræðilegrar rökhyggju, inn í ríki Gödels, ég vildi einungis nefna hve þrúgandi Gödel er, hve mjög við vildum gleyma honum, þeirri fullyrðingu hans sem gengur einhvern veginn út á að í hverju kerfi sem er laust við mótsagnir lendum við óhjákvæmilega á fullyrðingu sem er óráðin í því kerfi, er hvorki sönn né ósönn, sem sagt, ef allar fullyrðingar eru svo að segja gildar, þá er mótsögn í kerfinu. En nóg um þetta, það endar með því að ég fullnægi jafnvel ströngustu skilyrðum sýndarleiksins. En af hverju flæktist ég út í þetta? Já einmitt, hvað evrópskum sé í lófa lagið þegar kemur að evrópskunni. Því að andstætt því sem hér var áður sagt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.