Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 90
P é t e r E s t e r h á z y 90 TMM 2014 · 4 mætti halda því fram að einmitt Evrópumaður sé þess umkominn að tala um sjálfan sig, um Evrópu, það er jú einmitt hann sem hefur einhverja hugmynd ‒ hugsjónir þegar betur lætur ‒ um sjálfan sig, og þetta, þessi speglunar­ hneigð væri eitt höfuðatriði, sine qua non, evrópskunnar. Evrópskir skilja spegilinn aldrei við sig. Er hér um fordild að ræða? Miklu fremur sjálfsþekk­ ingu, hinar hrollvekjandi lendur sjálfsþekkingarinnar. Hinn helmingur upphaflegu spurningarinnar, þetta hvaðan, vekur upp áhugaverða staðfræðilega spurningu; er jaðar á Evrópu? Því að hjá okkur hafa menn sífelldar áhyggjur af þessu, erum við Evrópa eða ekki, er aðild möguleg eða ekki, vorum við rændir Evrópu eða ekki. Þetta er einnig tungutak þrætunnar: þú ert ekki evrópskur, en það er ég, beee! Í þessum skilningi er Evrópa eitthvað fínt og fágað, hinn evrópski andi er fínn og fágaður, eins og ströng og vandlát frænka sem lætur sig etíkettur varða (fyrirmenn tala ekki um siðareglur), vandar um við okkur ef við sýnum vonda borðsiði, ef við smjöttum, borum í nefið eða nögum neglurnar. Þennan hugsanagang mætti skilja pólitískt, því að ef fátækt ríki heldur því fram að það sé evrópskt er átt við: gjörið svo vel að gefa okkur peninga, það er öldungis óhætt, við lofum því staðfastlega að syndga ekki framar og sneiða hjá aðstæðum sem gætu leitt okkur út í misgerðir, heitum því að borga vextina á tilsettum tíma og sjá til þess að almenningsklósett verði í lagi héðan í frá. Þegar talað er um Evrópu, og þá sér í lagi Evrópuheimkynnin, á þessum vettvangi er merkingin þessi og engin önnur. Evrópa er að sjálfsögðu ekki góð. En hún er heldur ekki slæm. Ítrekun: Evrópa er „þetta sem er“. Þetta sem er hér. Evrópu verður ekki rænt og heldur ekki skilað aftur. Ef henni var samt sem áður rænt þá er það sem eftir varð í hennar stað, þá er það Evrópa. Þ.e.a.s. ekki eitthvað sem stefna þyrfti að, markmið, heldur er til staðar þessi heild, þetta allt saman, og við erum þar, spurningin er sú ‒ og það er þetta sem á þessum nýju tímum er í húfi, áhættan og möguleikarnir ‒ hvað þetta allt saman er. Svo við snúum okkur aftur að staðfræðilegu spurningunni, þá er fyrst hægt að tala af einhverju viti um jaðar Evrópu, útmörk hennar, ef hún hefur til að bera ekki­jaðar, það er, ef hún er gædd miðju. Ef við vissum almennilega hvað felst í orðinu póstmódern ‒ og þungamiðja þess væri ekki sú að við þekktum ekki og vildum heldur ekki þekkja þungamiðju þess ‒ þá gætum við rætt um miðjuleysið, heiminn sem próvinsíu, eða, eins og skáldið segir (hvaða skáld?), það að heimurinn hafi ekkert hjarta. Það var nefnilega ein­ hver á undan sem hélt því fram að New York væri hjarta heimsins. En þegar ég sný aftur til Búdapest frá Flórens þá finnst mér ég ekki vera, þrátt fyrir allt, á sama stað og ég fyllist efasemdum um það hvort staðurinn þar sem ég bý sé Evrópa. Og hvort ég geti snúið aftur til Ungverjalands og hugsað um það á sama hátt og ég hugsaði um Flórens. Frá þessu sjónarhorni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.