Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 95
TMM 2014 · 4 95
Haukur Már Helgason
1991
smásaga
Það tókst. Ótrúlegt. Það náðist samband. Eftir að hafa talað við lægri guð
dóma síðustu vikur og mánuði. Drottinn Maítrea var óneitanlega mikil
fenglegri en Mikael sem var ekki drottinn heldur eitthvert millistig, mið
vitur alheimssál. Eða Immanúel sem var næs og tilkomumikill en enginn
sagði hreint út hvort væri þessi Immanúel Kant eða ekki. Nú hafði mamma
hans loksins náð beinu sambandi við Guð. Óumdeilt æðsta kennivald ef
ágreiningur skyldi vera milli hinna. Þó ekki væri nema áherslumunur. Þetta
er Guð sem talar. Svo kom örlítið hik. Hvað viljið þið vita? Hvers vegna
höfðuð þið samband? Hvað liggur ykkur á hjarta? Guð virtist svolítið þurr
á manninn. Mamma Egils nú Guð sat í öðrum hægindastólnum úr nýja
sófasettinu í stofunni í blokkaríbúð í Kópavogi. Í nýja hverfinu sem lá fast
upp að Breiðholti. Hálfu ári fyrr voru þau nýflutt inn. Nú höfðu andlega
sinnuðu nágrannarnir allir kynnst. Í hinum hægindastólnum sat pabbi
Egils. Nýi sófinn var ekki kominn í stofuna enda hafði Egill barist gegn því
að gamla sófanum yrði fleygt, sófanum sem hann ólst upp með. Í honum
sátu nágrannar af næstu hæð. Feita konan sem kom oft í kaffi til að tala við
mömmu Egils um barnsföður sinn sem var ömurlegur maður. Og miðils
störf og hugleiðslu. Egill kallaði hana Láru jaka en bara í hljóði, hún hét Lára
Jakobsdóttir og var svo feit að hugur Egils rúmaði hana varla. Hún var tvöfalt
feitari en foreldrar hans en samt hafði nærvera hennar ekki grennandi áhrif
á þau heldur fannst Agli þau bara feitari fyrir vikið. Það var eins og hún gerði
allt í kringum sig feitt. Egill skammaðist sín fyrir að sjá ekkert annað en
rúmmál konunnar, sagði ekkert af þessu upphátt og lagði sig allan fram um
að sjá eitthvað annað við hana en tókst það ekki. Hún gerði grín að honum
fyrir að drekka kamillute, spurði hvort hann væri ekki meira en nógu rólegur
samt. Hann skildi ekki hvers vegna þær mamma hans voru orðnar svona
miklar vinkonur, hvers vegna hún var alltaf í heimsókn. Maðurinn sem hún
var nýbúin að kynnast en þau kunnu öll vel við kom með henni. Hljóðlátur,
lágvaxinn, sköllóttur bankastarfsmaður með visna, spastíska hægri hönd
sem Egill reyndi að leiða hjá sér þegar þeir heilsuðust. Hann virtist vera með
fullu viti og var svo vel liðinn í bankanum að hann átti von á stöðuhækkun.
Og hann var víst ekki vondur við Láru jaka eins og skíthællinn fyrrverandi.
En Egill hafði aldrei heyrt hann segja neitt að fyrra bragði. Bara svara spurn