Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 102
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 102 TMM 2014 · 4 um Grimmdarleikhúsið til Draum­ leiks Strindbergs þar sem tími og rúm draumsins ríkir. Súrrealistahreyfingin mótmælti hins vegar harðlega þessari sýningu Leikhúss Alfreds Jarry og litu á leikhúsið sem borgaralega spillingu vegna fjárstyrks frá sænskum auð­ mönnum í París.6 Leikhús þetta lifði aðeins í um tvö ár.7 Artaud hafði hug á að blanda saman kvikmyndum og leikhúsi. Eftir að Leik­ hús Alfreds Jarry leið undir lok fékkst hann töluvert við kvikmyndaleik og skrifaði hugmyndafræði sína um leik­ hús. Ein þekktasta kvikmynd sem hann lék í var La Passion de Jeanne d’Arc (1928) eftir leikstjórann Carl Th. Dreyer. Jafnframt skrifar hann handrit að fyrstu súrrealísku kvikmyndinni; La Coquille et le clergyman (1928) í leikstjórn Germaine Dulac. Á árunum 1931–35 skrifar hann síðan leikhús­ fragment og teoríu sem átti eftir að hafa töluverð áhrif á bæði leikstjóra og leikskáld. Þegar þar var komið sögu var hann orðinn mjög háður eiturlyfjum og geðheilsunni hrakaði mikið með hverju ári sem leið. Árið 1935 fékk Artaud tækifæri til að setja upp sýningu á eigin verki, Les Cencis. Sýningin var sett upp í nafni Grimmdarleikhússins (Théatre de la Cruauté) sem liður í að umbylta leikhúsinu. Sýningin kolféll og Artaud fór frá Frakklandi. Hann bjó í Mexíkó í eitt til tvö ár þar sem hann vann við að kynna franska menningu og dvaldist einnig um tíma á Írlandi. Eftir þessi löngu ferðalög var Artaud illa farinn á líkama og sál. Árið 1938 kemur út verk hans: Leikhúsið og tvífari þess (Le Théatre et son double), þar sem hugmyndafræði hans um nýtt vestrænt leikhús er útlistuð í þessu safni af bréfum, manifestóum og fragmentum um leikhúsið og lífið. Þetta sama ár var Artaud lokaður inni á geðsjúkrahúsi og tók vist og innilokun tæp níu ár af lífi hans. Hann var vistaður á nokkrum stöðum og að endingu á Rodez hjá lækninum Gaston Ferdíére sem framkvæmdi þar meira en fimmtíu raflostsmeðferðir á Artaud.8 Þetta var honum mjög sársaukafullt samkvæmt bréfum hans þaðan og leið hann þar vítiskvalir. Hann skrifar mörg bréf af sjúkrahúsinu í leit að hjálp og þrábað um heróín til að lina þjáningarnar. 1944 er safn verka hans endurútgefið. Eftir þá útgáfu tók fjöldi listamanna sig saman um að aðstoða Artaud við að vera látinn laus af hælinu, og tókst það árið 1946. Eftir að hann kom út fékk hann góð tækifæri til að fá texta sína og hljóðverk birt. Þar á meðal Van Gogh et le suicidé de la société sem hann hlaut Saint­Beuve verðlaun fyrir. Sitt síðasta verk kláraði hann stuttu fyrir dauða sinn, hljóðverkið: Pour en Finir avec Antonin Artaud í hlutverki prests­ ins Jean Massieu í kvikmynd Carls Th. Dreyer, La Passion de Joanne d’Arc (1928)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.