Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 118
K a r l Á g ú s t Ú l f s s o n 118 TMM 2014 · 4 stundum halda á einum lampa, nokkrum herðatrjám eða öðru lauslegu og héldum svo á honum á milli hæða. Við urðum aldrei varir við að honum þætti þetta athugavert á nokkurn hátt. Við tókum hann líka með okkur í ferðalög. Við höfðum allir gaman af útivist og líkamlegu erfiði, nema Rósi bróðir, og þú veist auðvitað hvers vegna það var. Samt komst hann upp á Hvannadalshnjúk á bakinu á Bigga bróður, hann gekk Laugaveginn á bakinu á mér og hann synti Drangeyjarsund á bakinu á Víði bróður, sem reyndar var hætt kominn, en Rósi kenndi sér einskis meins og fékk myndir af sér í öllum blöðum eftir afrekið. Víðir gerði aldrei neina athugasemd við þetta og í rauninni létum við allir eins og ekkert væri alveg fram að maraþonhlaupinu. Ég var búinn að þjálfa mig árum saman. Það var draumur minn að hlaupa maraþon, þó ekki væri nema einu sinni. Þegar hlaupið nálgaðist fann ég að þetta var nákvæmlega rétti tíminn fyrir mig, ég var einmitt á toppi og átti góða möguleika á framúrskarandi árangri – ef ekki verðlaunasæti, þá að minnsta kosti einu af tíu efstu. Nokkrum dögum fyrir hlaupið fór Rósi að hafa orð á því að hann hefði gaman af að hlaupa maraþon. Við spurðum hann hvort hann treysti sér til þess og hann sagðist aldrei hafa verið í betra formi. Það runnu á mig tvær grímur. Hvað átti ég að segja? Átti ég að benda honum á að hann væri lamaður? Átti ég að finna einhverja nærgætna leið til að koma honum í skilning um að hann væri ekki einu sinni fær um að ganga stuttan spöl, hvað þá hlaupa tugi kílómetra? Hvernig gat ég það eftir öll þessi ár? Ég skal alveg játa að þetta var töluvert sálarstríð. Ég hafði auðvitað passað vel og vandlega uppá mataræðið mánuðina á undan og þegar leið að hlaupinu var ég í hár­ réttri kjörþyngd. Það sama varð ekki sagt um Rósa bróður. Það var kannski ekki hægt að tala um offitu, en holdafarið var samt allt annað en heilsusam­ legt. En ég sagði ekki neitt. Nei, í rauninni ákvað ég að steinþegja í hvert skipti sem Rósi fór að tala um maraþonhlaupið. Andrúmsloftið á milli okkar bræðranna varð mjög þvingað, það er að segja á milli okkar fjögurra. Rósi var alveg jafn ligeglad og hann var vanur, en stundum horfði Biggi bróðir svo óþægilega á mig að það var eins og hann væri að bora í gagnaugað á mér með augunum. Og í hvert sinn sem ég sagðist vera að fara út að hlaupa sagði Valur „gangi þér vel“ í svo nöprum tón að mér snöggkólnaði um allan skrokkinn. En ég beit á jaxlinn og ég þraukaði. Það var gríðarlegur áhugi á maraþonhlaupinu, sérstaklega vegna þess að Norðurlandameistarinn Kjell Kohlstadt frá Bergen ætlaði að taka þátt í því. Það höfðu birst viðtöl við hann á öllum íþróttasíðum og hann var drjúgur með sig, sagðist vera að keppa við kjöraðstæður, enda spáði mígandi rigningu þennan dag. Auk þess lét hann þess getið að skilyrði fyrir því að hann tæki þátt í þessu hlaupi, eða nokkru hlaupi yfirhöfuð, væri að rásnúm­ erið sitt yrði 33.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.