Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 125
Á d r e pa TMM 2014 · 4 125 eða Rómarveldi gat örsmátt yfirstéttar­ brot á hinn bóginn lifað í vellystingum á vinnuframlagi lýðsins í skjóli hervalds og trúarlegrar innrætingar. Útþensla Mikið vill meira. Þegar herkonungum og öðrum aðalsmönnum nægði ekki það sem kreista mátti út úr eigin þegnum og auðlindum, hófu þeir ránsferðir á hend­ ur öðrum. Í fyrstu börðust þeir við höfðingja í sama landi til að fá þeirra hlut af kökunni, en stundum hófu þeir hernað á hendur nágrannalöndum og jafnvel fjarlægum svæðum. Fræg her­ hlaup af þessum toga frá fornöld og miðöldum eru landvinningar Alexand­ ers mikla, Rómverja, Karlamagnúsar og Mongóla. Krossferðirnar og strandhögg víkinga voru hluti af þessum ránum eða landvinningastríðum. Ósjaldan var látið í veðri vaka að göfugur tilgangur á borð við trúboð eða lýðfrelsi lægi að baki slíkum hervirkjum. Frá síðari öldum eru einna þekktust landrán Evrópuríkja í Afríku, Asíu og Ameríku frá 16. til 19. aldar, styrjaldir Napóleons á 19. öld og loks heimsstyrjaldirnar tvær á 20. öld. Þegar dýpra er skyggnst hefur þetta á síðari tímum í rauninni verið kapphlaup risafyrirtækja fremur en þjóða um auð­ lindir og aðrar jarðneskar eigur sem og viðskiptahagsmuni, ásamt ráðum yfir ódýru vinnuafli, enda þótt eitthvert trúar­, þjóðernis­ eða hugsjónaglamur væri einatt látið í veðri vaka til að fela hinar lágkúrulegri hvatir. Því fer víðs fjarri að þjóðin eða almenningur í stríð­ andi löndum hafi átt frumkvæði að vopnuðum átökum, þótt honum væri skipað að taka þátt í þeim ýmist nauð­ ugum eða viljugum, og þá ekki síst með þjóðernisleg, trúarleg eða jafnvel mann­ úðleg rök að yfirskyni. Þetta kapphlaup auðfyrirtækja stendur enn í dag þótt í síbreytilegri mynd sé. Auk þessa hefur framleiðsla hergagna býsna lengi verið einn viðamesti bisniss í veröldinni og hann þrífst ekki á öðru meira en stríði eða stríðsótta. Dulin tengsl hergagnaframleiðslu og stríðs­ átaka um heim allan hafa sjaldan nálg­ ast yfirborðið, heldur verið þöguð í hel eða þögguð niður af hinum voldugu eig­ endum útbreiddustu fjölmiðla. Viðhald misréttis Vissulega hefur það ósjaldan borið við í sögu mannkynsins að greindir og djarf­ ir menn meðal lýðsins hafa gert sér ljóst hversu óréttlátt samfélagskerfi þeir voru látnir búa við. En þeir komust sjaldan upp með neitt múður. Ef þeir reyndu að benda öðrum á auma stöðu sína, var sagt að þeir æstu upp lýðinn. Í refsinga­ skyni voru þeir útskúfaðir og fangelsaðir eða blátt áfram drepnir ellegar kross­ festir öðrum til viðvörunar. Dæmi um slíka menn fyrir tveim árþúsundum eru skylmingaþrællinn Spartakus á Ítalíu og ræðusnillingurinn Jesús Kristur í Pal­ estínu þótt vissulega sé þar ólíku saman að jafna. Mildari og samt áhrifameiri aðferð gat verið að fá slíkum vandræðamönn­ um þægilega stöðu við hirðina svo að þeir héldu kjafti. Langvirkasta aðferðin var þó að yfirstéttin gerði andlegar kenningar andófsmanna að sínum gegn því að þær væru lagaðar til og drægju ekki lengur forréttindi hennar í efa, heldur væri samið við hana um verald­ leg völd og auð. Samkipti kristinnar kirkju við evrópska og seinna ameríska yfirstétt síðasta hálft annað árþúsund eru þekktasta dæmi af þessum toga sem enn er í fullri virkni þótt vel meinandi þjónar hennar geri sér það engan veginn ljóst. Valdakerfi nútímans Á seinustu tveim öldum hefur önnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.