Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 128
Á d r e pa
128 TMM 2014 · 4
sinnum á 19. og 20. öld og seinast í
Rússlandi. Nýjasta dæmið virðist ætla
að verða „arabíska vorið“ sem svo var
kallað á seinustu tveimþrem árum.
Norræna módelið
Norðurlandabúar og ýmsar aðrar þjóðir
VesturEvrópu hafa enn sem komið er
náð lengst á þeirri braut að „byggja rétt
látt þjóðfélag“. Þau skref voru einatt
tekin þegar flokkar vinstri jafnaðar
manna voru í ríkisstjórn og undir þrýst
ingi frá verkalýðshreyfingu og stundum
enn róttækari vinstri flokkum. Þá
neyddist yfirstétt og hægri flokkar
hennar oft til að láta af tregðu sinni og
fallast á kjarabætur eða velferðarkerfi.
Þessir flokkar reyndu síðan jafnan í
krafti yfirgnæfandi eignarhalds síns á
fjölmiðlum að þakka sér það seinna
meir sem þeir höfðu verið teygðir hrín
andi og spriklandi til að samþykkja.
Sem dæmi frá Íslandi má nefna lög um
verkamannabústaði 1929, almanna
tryggingar 1936 og atvinnuleysistrygg
ingasjóð 1956 sem loks náðist fram eftir
sex vikna verkfall.
Því fer þó fjarri að þjóðfélagið hér á
Vesturlöndum sé orðið nægilega réttlátt.
Enn er það svo að braskaralýður fær
hvarvetna að leika lausum hala og hefur
þúsundfalda möguleika til að afla sér
auðæfa á við venjulegt fólk í öðrum
atvinnugreinum. Flinkur verðbréfa
miðlari eða fjárfestir getur hæglega
borið hundraðfalt meira úr býtum en til
að mynda flinkur járnsmiður eða lækn
ir. Eiginleikar á borð við handlagni,
iðni, nærfærni og hjálpsemi eru ekki
hátt skrifaðir fjárhagslega. Meðan slíkt
ranglæti er ekki afnumið í kerfinu
skiptir litlu máli hversu margir stjórn
málaflokkar vel meinandi fólks eru
stofnaðir. Þeir verða allir að beygja sig
undir þessi lögmál hins svokallaða við
skiptalífs eða atvinnulífs.
Gott fólk er að vísu sífellt að berjast
gegn misrétti og mismunun og smám
saman næst dálítill árangur. Það hefur
til dæmis um nokkurt skeið verið barist
fyrir jöfnu aðgengi fatlaðra til vinnu og
þjónustu. Á seinustu áratugum hefur
með sífellt betri árangri verið barist
gegn misrétti vegna kynhneigðar. Í
báðum dæmum er verið að rétta hlut
minnihluta gagnvart meirihluta.
Ekki sýnist þó minni ástæða til að
berjast fyrir því að öll þarfleg störf séu
metin nokkurnveginn til jafns og dugn
aður einn og ástundun við hvert starf
ráði tekjuskiptingu manna. Með því
væri reynt að rétta hlut meirihluta gagn
vart minnihluta. Í stað þess hefur hvers
konar kænska í fjármálavafstri verið sett
á langtum hærra stall en önnur vinna,
rétt eins og hún sé öðrum hæfileikum
æðri þótt hún komi ekki nema fáum
einum til góða.
Múgsefjun
Meirihluti hins heiðarlega vinnandi
fólks virðist hinsvegar eiga býsna bágt
með að gera sér grein fyrir að þessi mis
munun sé óréttlát. Það þarf að vísu
engan að undra. Fólk er upp til hópa tal
hlýðið og hrekklaust. Jafnvel getur sú
hugsun hvarflað að manni hvort eitt
hvað kunni þrátt fyrir allt að vera til í
því kaldranalega viðhorfi sem stundum
hefur heyrst haldið fram, að innst inni
vilji mikill hluti lýðsins blátt áfram láta
kúga sig. Talsmenn braskaralýðsins ráða
líka í krafti fjármagns beint eða óbeint
yfir öllum stærstu fjölmiðlum heimsins
sem og flestum alþjóðlegum fréttastof
um. Þar fer hin beina og ekki síður
óbeina innræting fram. Yfirbragðið er
ýmist haft hlutdrægt eða hlutlægt þar
sem ýmsum gagnrýnisröddum er vissu
lega leyft að hljóma.
Jafnan er þó gengið út frá því að
markaðsskipulag sé nánast einskonar