Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2014 · 4 anhafs er drengurinn í vist hjá vinfólki Sigrúnar á Ströndum. Það er ákaflega þungbært fyrir móður hans að skilja hann við sig. Móðurtilfinningar Sigrún­ ar til fjarverandi sonar síns eru þráður sem liggur gegnum frásögnina þangað til faðir fer til Íslands í þeim tilgangi að sækja hann. Þegar Sigrún er kynnt, um borð í Dettifossi á leið til New York, sýnir höfundur hana að vera að hugsa um son sinn. Sú sena kemur rétt á eftir stuttri lýsingu á örlögum bresku barnanna sem fórust með hinu fræga skipi City of Benares,2 sem tundurskeyti þýsks kafbáts grandaði aðfaranótt 18. september 1940. Á sama tíma voru hjónin að sigla vestur um haf í fyrsta sinn. Þetta er eitt dæmi um það hvernig höfundur notar listrænar aðferðir til að vekja hughrif með lesandanum. Með því að stilla þessu tvennu saman, hugsunum Sigrúnar Briem um son sinn og drukkn­ un sjötíu og sjö barna, er Óli settur í samhengi við þær milljónir sem létust í stríðinu. Um leið er vísað er til þess ald­ urtila sem fjölskyldan á í vændum. Þetta er ekki gert á klunnalegan hátt heldur er þessum tveimur myndum leyft að koma saman í huga lesenda og kalla fram þá þriðju. Höfundur beitir þessum og öðrum frásagnarbrögðum feikivel. Ferð Friðgeirs til Íslands árið 1941 til að ná í Óla markar kaflaskil í frásögn­ inni. Þau Sigrún og Friðgeir hafa þá verið ár vestanhafs og eru búin að koma sér nægilega vel fyrir í Norður­Ameríku til að geta fengið son sinn til sín. Bókin rekur á ýmsan hátt hefðbundna frásögn af ungu menntafólki sem reynir að hasla sér völl í nýju samfélagi. Fyrsta árið ein­ kennist af basli við að fóta sig í nýju samfélagi. Þau sækja um stöður hjá fjölda sjúkrahúsa og læknaháskóla, en eiga erfitt að komast að þar sem fátt er vitað um læknadeild Háskóla Íslands. Að lokum fá þau stöður sem kandídatar við Knickerbocker­spítalann í Harlem. Í tengslum við það hefur höfundur að rekja annað ferli í lífi innflytjendanna. Þegar þau koma fyrst til Bandaríkjanna eru þau hálfgerðir heimalningar og illa að sér um fólk með aðra trú og litarhátt en þau sjálf. „Þau horfa á Gyðinga og velta fyrir sér útliti þeirra og ímynd sem fégráðugra kaupmanna“3 og stuttu síðar í bókinni rekur höfundur hvernig þau eru blind á allt það menningarlíf sem er í kringum þau í Harlem. En Sigrún og Friðgeir verða víðsýnni eftir starf sitt sem læknar í fjölmenning­ arsamfélögum Norður­Ameríku. Þetta sést best tveimur árum eftir komu þeirra til Vesturheims þegar þau ráða unga þeldökka stúlku til að sjá um Óla og bróður hans Sverri, sem þá er korna­ barn. Þeim þykir Marjorie, eftirnafns er ekki getið, vera „góð við strákana“ og „fögur mjög,“4 Kannski er besti vitnis­ burðurinn um það hve vel hjónin tóku henni ljósmynd5 þar sem Marjorie held­ ur á Sverri og horfir til hans með elsku­ legum svip meðan Óli stendur þétt upp við hana. Myndin lýsir að henni hafi verið treyst af eindrægni og innileika, bæði af hjónunum og sonum þeirra.Í sama kafla kemur fram að Óli „er byrj­ aður að tala svolitla ensku og hefur þegar eignast tvær vinkonur í götunni.“ Aðlögun fjölskyldunnar er fylgt eftir frá því þau koma fyrst til New York og nær ákveðnum hápunkti þegar Friðgeir kemst að í Harvard, einu helsta vígi bandarískrar yfirstéttar, og þau eignast dóttur sem er bandarískur ríkisborgari þar sem hún fæðist á þarlendri grund. Eins og allt annað í bókinni, þá er þessi þráður ekki sérstaklega dreginn fram af höfundi, heldur liggur hann í textanum, og lesandinn ræður því hvort hann rekur sig eftir honum. Annar þráður er hin nýja staða Íslands í heiminum eftir innrás Þjóð­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.