Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 145
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 4 145
skoðað er það ekki svo. Höfundur notar
myndirnar sem heimildir á svipaðan
hátt og fléttar frásögn sína með þeim.
Þær eru endursagðar, líkt og aðrar heim
ildir. Ljósmyndum er umbreytt í texta.
Gott dæmi er mynd sem er merkt:
„Óli á Riverside Drive.“9 Myndin ein og
sér er skemmtileg, Óli heldur brosandi á
brauðpoka, sem hallar í átt að mynda
vélinni. Bak við hann eru dúfur á beit í
almenningsgarði. En höfundur notar
þessa heimild til að skapa litla senu og
sýna þar með líf fjölskyldunnar í Banda
ríkjunum:
Garðurinn er víða lagður stéttum og stíg
um og þar safnast dúfurnar saman, og
allt í kringum Óla sem stendur þar með
brauð í poka. Hann er í ullarfrakka utan
yfir stuttbuxnadressinu, hnésokkum og
leðurskóm með spennu um ökklann.
Þegar hann hefur tæmt úr pokanum
sest hann upp á þríhjólið sitt, teygir sig
niður eftir akarni sem liggur á stétt
inni, og kastar varlega í átt til íkornans
áður en hann tekur stefnuna niður eftir,
og Sigrún á hæla honum undir nöktum
álminum.10
En einnig er hægt að líta á bókina sem
myndaalbúm. Ef ég taldi rétt þá eru 60
ljósmyndir í bókinni, sem að meðaltali
er meira en ein á hverjar þrjár síður af
megintexta. Og þá eru ótaldar myndirn
ar á forsíðu og bakkápu. Gamlar ljós
myndir hafa alltaf yfir sér trega. Mynd
irnar varðveita eitt einasta augnablik
ævi. Sum lífsskeiðin eru löng, önnur
stutt. Þegar um myndir er að ræða sem
eru meira en sjö áratuga gamlar, má
gera ráð fyrir að flestar manneskjur á
þeim séu dánar, allavega allar þær sem
eru komnar af táningsaldri. Það er ekki
auðvelt fyrir áhorfendur að virða fyrir
sér myndir af fólki sem lést voveiflega.
Hvað þá börnum. Það er ekki hægt að
ná lifandi manneskjum til baka úr djúp
inu, en það er hægt að skapa eftirmynd
ir. Að renna yfir myndirnar í bókinni
eftir að hafa lesið hana er eins og að
skoða albúm af fólki sem maður þekkir
vel. Sigrún, Friðgeir og Óli ná að kvikna
til lífs í huga lesenda. En með því að
gera látnar manneskjur að lifandi sögu
persónum þá þurfa lesendur að takast á
við sorg sem þau hefðu ekki annars
upplifað. Það er útrás í því að hrærast
með örlögum skáldsagnapersónu, en
það er blendnara þegar feigðin kallar að
fólki af holdi og blóði. Eða svo ég vitni í
lokaorð frásagnarinnar: „Og myrkrið
undir yfirborði sjávar sem verður svart
ara við hvert orð sem reynir að lýsa því
sem þar hefur gerst.“
Eftirmáli
Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga er bók
án eftirmála. Henni lýkur með dauða
aðalpersónanna. Það er vel, frásagnar
lokin gætu ekki verið sterkari. Ýmsir
lausir endar eru þó á frásögninni, sem
er eðlilegt þegar ramminn er jafn
þröngur. Fólk dettur inn og út úr lífi
annarra. Sumt verður að óljósri minn
ingu meðan sum líf tvinnast saman.
Stundum verða manneskjur umhugs
unar verðar langt umfram samfylgdar
tíma þeirra.
Tvær manneskjur í bókinni sitja eftir.
Sigurður Briem póstmeistari, faðir Sig
rúnar, hefur verið að setja saman sjálfs
ævisögu sem heitir Minningar. Hún
kom út um svipað leyti og dóttir hans
fórst. Sigurður áætlaði góðan hagnað af
útgáfunni, 922,50 dollara, sem var ansi
rífleg fjárhæð í þá daga.11 Það er eitt
hvað broslegt við það að hugsa um póst
meistara sem býst við að endurminning
ar hans nái metsölu. Það gæti svo sem
alveg hafa farið svo. Bókin upplýsir ekki
um það. En þessi tenging mín sem rit
höfundar við annan rithöfund leyfði
mér að upplifa eftirmynd af sorg hans.
Hin manneskjan er Marjorie, unga