Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 20
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 20 TMM 2018 · 3 menntaráðgjafi við hirð Loðvíks 14. um tíma og lét til sín taka í menningar- lífinu á ýmsa vegu samhliða lögmannsstörfum, ekki síst í deilunni um hvert sækja skyldi fyrirmyndir og innblástur við gerð bókmenntaverka. Árið 1697 kom út lítið kver sem átti eftir að verða mjög þekkt. Þetta voru Sögur gæsa- mömmu, eða sögur frá liðnum tíma, Contes de ma mère l’Oye, ou histoires du temps passé, sem komu út undir nafni Pierres Perrault Darmancourt, sonar Charles Perrault, og var kverið tileinkað Mademoiselle, ungri frænku Loð- víks 14., líklega í von um að bókin myndi tryggja höfundinum starf ritara við hirðina, sem gerðist þó ekki. Nú þykir víst að Charles Perrault sjálfur hafi átt heiðurinn af þessu verki sem varð frægara en nokkurn hefði grunað. Perrault var ekkill og mun hafa annast uppeldi barna sinna sjálfur. Hann fór oft upp í sveit með börnin og þar voru alþýðlegar munnmælasögur algengar en þær gátu einnig borist til höfuðstaðarins með vinnukonum eða vinnumönnum úr sveitinni sem réðu sig til starfa hjá heldra fólki.6 Myndin sem prýddi forsíðu kversins var af gamalli konu – barnfóstru? – að spinna þráð og segja börnum sögur. Í kverinu birti Perrault átta ævintýri og þeirra á meðal voru Þyrnirós, Rauðhetta, Bláskeggur, Stígvélaði kötturinn, Ösku- buska og Tumi þumall. Í stuttu ávarpi sem beint er til Mademoiselle í upphafi verksins tilgreinir höfundur að það sé vissulega ákveðin dirfska í því fólgin að afhenda Mademoiselle þessar einföldu sögur en enginn sé betur til þess fallinn að vita hvernig fólkið (þ.e. lægri stéttir) lifir en þeir sem Guð hefur ætlað að stjórna þeim.7 Segja má að höfundurinn biðjist í raun afsökunar á þeirri dirfsku að ætla að kona af svo háum stigum geti hugsanlega haft ánægju af því að lesa sögur alþýðunnar enda gat það ekki verið henni og hennar líkum samboðið. Perrault lagaði sögurnar eins og hægt var að smekk samtímamanna sinna, það er tískunni í París í lok 17. aldar og tungutaki menntamanna og aðalsins. Öskubuska hans er ekki eins blóðug og krassandi og Öskubuska Grimmsbræðra og einnig dregur hann örlítið úr töframætti álfkonunnar, kannski til að útiloka að nokkrum dytti í hug að hann tryði á slík fyrirbæri. Saga Perraults er enn ólíkari íslensku Öskubuskusögunum Mjaðveigu og Króku og Mjaðveigu Mánadóttur þar sem tröllkonum bregður fyrir, mannáti og siglingum.8 Til aðgreiningar frá munnmælasögum eru þessi rituðu og endursömdu verk því gjarnan kölluð bókmenntaleg ævintýri (fr. conte de fée littéraire). Þó voru breytingar Perrault á sögunum sem hann skrifaði niður mun minni en hjá mörgum öðrum og almennt er talið að eftir því sem leið á 18. öldina hafi áhrif skáldsagna á ævintýraritun orðið greini- legri.9 Það var þó ekki nema tímabundið. En Perrault var bara einn af mörgum sem leituðu fanga í ævintýrum: Mlle Lhéritier, Mlle Bernard, Mlle La Force, Chevalier de Mailly, Mme de Murat, og Mme d’Aulnoy voru einnig í þeim hópi. Það var einmitt sú síðastnefnda sem gaf út fyrsta franska bókmenntalega ævintýrið árið 1690 sem hún laumaði inn í eina af skáldsögum sínum. Það litla sem vitað er um þennan afkastamikla rithöfund er ævintýri líkast. Hún fæddist árið 1650 í TMM_3_2018.indd 20 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.