Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 26
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 26 TMM 2018 · 3 Það er ekki fyrr en hún vaknar og sér að draumaprinsinn liggur við hlið hennar í stað Dýrsins að henni verður ljóst að prinsinn og Dýrið er einn og sami maðurinn; hún kyssir hann ótal sinnum, enda voru þau ein og hann eiginmaður hennar. Í sögu sinni fer Mme de Villeneuve aldrei yfir hin mikilvægu mörk velsæmisins sem réð för í samkvæmislífi salónanna. Ástin var vinsælt umfjöllunarefni í skáldsögum tímabilsins og útfærð á ýmsa vegu. Fræg er til dæmis skáldsagan Clélie eftir Mlle de Scudéry sem kom út á árunum 1654–1660 í 10 bindum. Í fyrsta bindi sögunnar var að finna landakort, sem upphaflega var hugsað sem samkvæmisleikur, af hinni frægu allegoríu Ástarinnar sem sett var upp sem ríki eða landsvæði sem ótal leiðir lágu um; elskhuginn þurfti að fikra sig áfram, rétta leið, til að ná settu marki og sú ferð var ekki hættulaus. Hrifning, virðing og þakklæti eru þar meðal helstu þáttanna sem geta tendrað ást í brjósti hinnar elskuðu; í Fríðu og Dýrinu hrífst Fríða af hinum ókunna draumaprinsi og virðir hann en hún er þakk- lát Dýrinu, sem hún getur ekki hrifist af en sem sýnir henni ítrekað hversu mikils virði hún er honum.21 Auk þess gefur Mme de Villeneuve ýmislegt í skyn við lesendur sína strax fyrsta kvöld Fríðu í höllinni eftir brottför föður hennar með því að setja bolla af heitu súkkulaði við rúmið. Súkkulaði var vinsælt meðal aðalsins alveg frá því að það kom fyrst inn fyrir frönsku landamærin frá Spáni snemma á 17. öld og sumar hefðarkonur drukku daglega sinn kakóbolla og stundum meira en það. Sjálfur Loðvík 15. var líka hrifinn af heitu súkkulaði enda var það talið allra meina bót. Ekki síst var talið að súkkulaði hefði ástaraukandi áhrif og hentaði því vel til að kveikja þrá og löngun þegar eitthvað vantaði upp á. Uppskrift konungs, sem á að hafa hitað sitt eigið súkkulaði þegar þannig lá á honum, er löngu orðin fræg og er á þessa leið: Setjið jafnmikið af súkkulaðiplötum og bollum af vatni í kaffikönnu og látið sjóða á hægum hita; þegar bera á súkkulaðið fram skal setja eina eggjarauðu fyrir hverja fjóra bolla og hræra í með sleif yfir hægum eldi án þess að láta suðuna koma upp. Ef þetta er gert daginn áður er drykkurinn betri: þeir sem drekka daglega skilja eftir lögg fyrir súkkulaði næsta dags. Í stað eggjarauðu má setja þeytta eggjahvítu eftir að hafa fleytt fyrstu froðuna af; hrærið hvítuna út í dálitlu súkkulaði úr kaffikönnunni, svo er því hellt aftur í könnuna og gert eins og með eggjarauðuna.22 Það er því engin tilviljun að Mme de Villeneuve kemur bolla af heitu súkku- laði fyrir á náttborði Fríðu sem svífur inn í svefninn þar sem draumaprinsinn er skammt undan og býr hana undir ástina sem bíður hennar einnig í heimi vökunnar. Höfundurinn leikur sér með hið tvöfalda líf sögupersónanna bæði í draumaheiminum en líka í hinum fjölmörgu krókum og kimum hallarinnar sem endurspegla í senn flókinn heim skáldsögunnar á ritunartíma verksins og heim salónanna sem sagan var ætluð. Árið 1742 var sagan sviðsett í París en þegar fram liðu stundir og áhrif upplýsingarinnar urðu meiri má ætla að TMM_3_2018.indd 26 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.