Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 44
S i g u r ð u r S k ú l a s o n 44 TMM 2018 · 3 erindi, línulengd, rím og ljóðstafi. Og að greina textann í áhersluatkvæði og áherslulétt atkvæði, línu fyrir línu, orð fyrir orð. En hvernig förum við að því? Hvaða orð bera áherslu og hver ekki? Í íslensku er því almennt þannig farið að nafnorð, sagnorð og lýsingarorð bera áherslu, og stundum gera atviksorð það líka. En að sjálfsögðu má segja að heilbrigð skynsemi eða hyggjuvit hvers og eins svari því í langflestum tilfellum. Hvar finnst okkur koma eðlilegar áherslur í hversdagstali út frá merkingu þess sem við segjum? En hvaða reglur gilda sérstaklega um stakhenduna? Bragarháttur Shakespeares Stakhendan (blank verse) berst frá Ítalíu til Englands á 16. öld og hefur verið lýst sem einu algengasta og áhrifaríkasta formi enskrar ljóðlistar síðan þá. Talið er að u.þ.b. þrír fjórðu hlutar háttbundinna enskra ljóða séu ortir á stakhendu eða með braglínum sem falla undir jambískan pentametra (fimm öfuga tvíliði). Stakhendan er rímlaus bragarháttur. Hún skiptist ekki í erindi og ákveðin ljóðstafasetning er að sjálfsögðu ekki til staðar. Hún er því stundum kölluð einnar línu bragarháttur, þar sem öll einkenni háttarins birtast í einni línu og eru svo endurtekin línu eftir línu. Stakhendan býr yfir ákveðinni hrynjandi, þar sem skiptast á áherslulétt atkvæði og áhersluatkvæði, fimm öfugir tvíliðir í línu. Öfugur tvíliður eða jambi (líka kallaður rísandi tvíliður) er da-dam. Fimm öfugir tvíliðir eru því da-dam, da-dam, da-dam, da-dam, da-dam eða / ˘ – / ˘ – / ˘ – / ˘ – /˘ – / Þessi skipting í veik og sterk atkvæði með jöfnu millibili skapar ákveðna hrynjandi sem fer nálægt hrynjandi í venju- legu ensku talmáli. Fimm öfugir tvíliðir í línu er sem sagt grunnreglan í stakhendunni. Til- brigðin og frávikin frá þessari grunnreglu geta þó verið mörg og margvísleg og þjóna þeim tilgangi að veita tilbreytingu og hvíld frá þéttri hrynjandi línunnar, en oftar en ekki eru þau til sérstakrar áherslu hjá Shakespeare. Og þessi tilbrigði og frávik eru svo mörg og margvísleg að þau eru hluti af greiningu stakhendunnar! Shakespeare hefur greinilega fullkomið vald á þessum hætti. Formið leikur í höndum hans og hann víkur því iðulega við til að ná fram ákveðnum áherslum og áhrifum, dramatískum áhrifum. Það er því algjört úrslitaatriði fyrir leikarann að standa klár á forminu, á einkennum bragarháttarins og öllum tilbrigðum við hann og vita hvar þau koma og hvers vegna. Hafi leikarinn skilning á þessu og vald, njóta þess allir, leikarinn sjálfur, sýningin og þá áhorfendur um leið. Grunnregla og frávik Skoðum nokkur dæmi um stakhenduna og ýmis frávik frá henni. Könnum fyrst hvernig regluleg stakhendulína lítur út á ensku: TMM_3_2018.indd 44 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.