Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 78
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r
78 TMM 2018 · 3
t.d. naumast fyrir því, að fyrirtækið Elycium Space tæki árið 2013 til við að
senda ösku látins fólks burt af hnettinum með slíkum flaugum og léti þær
sveima um geiminn í tvö ár – áður en þær bærust til jarðar sem stjörnuhrap:4
Kjarni málsins er auðvitað sá að hugtök eins og söguleg skáldsaga taka
sífelldum breytingum og menn leggja í þau þann skilning sem þeim sýnist.
Vinnuregla Historical Novels Society getur að sínu leyti orkað alveg jafn-
spaugilega og Váfuglsauglýsingin. Hvers vegna? Jú, „rannsóknir“ eru þar
sýnilega andstæða „reynslu“ úr því höfundar mega ekki hafa verið á lífi þegar
atburðirnir gerðust sem þeir segja frá.5 Slíkar rannsóknir beinast allajafna
að því að finna einn sannleika um ákveðið tímabil; að tína saman stað-
reyndir, sem sýna ekki nema örlítið brot af veruleikanum – svo að vísað sé
til sagnfræðingsins Haydens White; skáldskapurinn reynir hins vegar í krafti
ímyndunaraflsins að hafa hendur í hári hins raunverulega.6 Og fimmtíu ára
reglan um sögulegu skáldsöguna er auðvitað skopleg af því einu að allar
skáldsögur eru í einhverjum skilningi sögulegar.
Oft er talað um ævisöguleg skrif ef einhver semur skáldsögu um eigin
ævi, þó hún byggist á nákvæmum dagbókum. En ef sami maður semur
skáldsögu um afa sinn eða ömmu sem hann var kannski lengi samtíða, er
það kallað söguleg skáldsaga. Það er dáltið skrýtið. Þess vegna fer rithöf-
undurinn Margaret Atwood aðeins öðruvísi að en Historical Novels Society;
hún stingur upp á að skáldsaga sé bara talin söguleg ef höfundur hennar
komst til vits eftir að atburðirnir gerðust sem hann segir frá.7 Sjálfri finnst
mér fráleitt að líta á reynslu og rannsóknir sem andstæðu – þó ekki væri af
öðru en að reynsla okkar markar allar rannsóknir sem við gerum og reynsla
annarra allar heimildir sem við fáumst við. Þar með er ég ekki að halda því
fram að það sé ekki munur á ímyndun og veruleika, sagnritun og skáld-
sögusmíð, eða skáldverkum og skáldleysum (e. non-fiction).8 Ég er bara að
setja spurningarmerki við tiltekið andstæðupar í skilgreiningu á sögulegu
skáldsögunni þar sem annar partur andstæðunnar er gjarnan látinn útiloka
TMM_3_2018.indd 78 23.8.2018 14:19