Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 81
„ M a n n k y n s s a g a n s e m s ö g u l e g s k á l d s a g a“
TMM 2018 · 3 81
[…] ný-viktoríska skáldsagan er meira en sögulegur skáldskapur, settur niður á
19. öld. [Til að vera ný-viktorískar] verða bækur, textar […] að minnsta kosti að
einhverju leyti að fást meðvitað við (endur)túlkun og (endur)uppgötvun viktoríska
skeiðsins eða miðla (nýrri) sýn á það.17
Þessi orð sýna að til viðbótar við dæmigerðir eins og ,sögulegur skáldskapur
með póstmódernísk einkenni‘~sögulegur skáldskapur án slíkra einkenna;
,sögulegur skáldskapur sem ýtir undir annarleikatilfinningu‘~,sögulegur
skáldskapur sem gerir það ekki‘; má bæta við öðrum: ,sögulegur skáldskapur
sem endurmetur tímann sem hann fjallar um‘~,sögulegur skáldskapur sem
lætur það vera‘.
Eitt atriði er ónefnt sem ekki er lítilsvert þegar sögulegur skáldskapur á í
hlut. Spyrja má: Er sagan fyrst og fremst saga og sögulegur skáldskapur öðru
fremur „sögulegur“ og „skáldskapur“. Eða – er hvorttveggja fyrst og fremst
vara í neyslusamfélagi? Kapítalisminn leitast við að gera sérhverja reynslu
manna að vöru, skáldskapariðju og -lestur, ekki síður en annað. Nafnið á
þessari grein má tengja ýmsum bollaleggingum um hvað slíkt hefur í för með
sér. Ég sæki heitið til Jóns Thoroddsen sem skrifaði um sögulegu skáldsöguna
Terra nostra eftir Carlos Fuentes árið 2009. Jón segir m.a:
Sú saga sem sagnfræðin fjallar um fjarlægist okkur stöðugt en mannkynssagan sem
söguleg skáldsaga […], færir hana til okkar og gerir okkur kleift að endurmeta hana
á skapandi hátt.18
Ýmsir erlendir höfundar og fræðimenn taka dýpra í árinni en Jón og eru
svartsýnni en hann. Fyrir u.þ.b. 30 árum talaði bandaríski bókmennta fræð-
ingur inn Fredric Jameson um áhuga manna á fortíðinni sem aðlögunar-
túrisma (e. adaptive tourism).19 Seinna hafa menn oftar en einu sinni líkt
áhuga mönnum um sögu, þar á meðal lesendum sögulegra skáldsagna, við
túrista í tímaferðalagi. Þeir hafa þá notað merkimiða eins og „túristinn í
sögunni“ (e. the tourist in history) – en það er „sá sem stendur utan menn-
ingarinnar og horfir á atburði án þess að finna til nokkurrar ábyrgðar“20
– „trámatúristinn“ (e. trauma tourist) og ,fyrirmyndar‘ferðalangurinn (e.
,ideal‘ visitor). Um þá seinni tvo hefur verið sagt:
Trámatúristar leita tilbreytingar frá tiltölulega friðsælli (og hugsanlega leiðinlegri)
nútíð með því að heimsækja tilkomumikla staði þar sem ofbeldisfull söguleg átök
og grimmd hafa átt sér stað […] í miklu vafasamari tilgangi en þeim siðræna sem
knýr ,fyrirmyndar‘ferðalanginn áfram. Hinn síðarnefndi fer á slíka staði til að taka
vitandi vits þátt í sameiginlegri sorg og minningarathöfn eða til að tjá sínar eigin
kenndir og minningar […] um leið og hann reynir að verða sér úti um einhverja
sögulega þekkingu og skilning á atburðunum sem tengjast stöðunum […] Tráma-
túristar sækjast í raun eftir spennu […]21
Ég ætla ekki að staldra lengi við þessar ólíku gerðir túrista, en get þó ekki
stillt mig um að nefna tvennt. Í fyrsta lagi held ég að það sé alltaf ástæða til að
TMM_3_2018.indd 81 23.8.2018 14:19