Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 81
„ M a n n k y n s s a g a n s e m s ö g u l e g s k á l d s a g a“ TMM 2018 · 3 81 […] ný-viktoríska skáldsagan er meira en sögulegur skáldskapur, settur niður á 19. öld. [Til að vera ný-viktorískar] verða bækur, textar […] að minnsta kosti að einhverju leyti að fást meðvitað við (endur)túlkun og (endur)uppgötvun viktoríska skeiðsins eða miðla (nýrri) sýn á það.17 Þessi orð sýna að til viðbótar við dæmigerðir eins og ,sögulegur skáldskapur með póstmódernísk einkenni‘~sögulegur skáldskapur án slíkra einkenna; ,sögulegur skáldskapur sem ýtir undir annarleikatilfinningu‘~,sögulegur skáldskapur sem gerir það ekki‘; má bæta við öðrum: ,sögulegur skáldskapur sem endurmetur tímann sem hann fjallar um‘~,sögulegur skáldskapur sem lætur það vera‘. Eitt atriði er ónefnt sem ekki er lítilsvert þegar sögulegur skáldskapur á í hlut. Spyrja má: Er sagan fyrst og fremst saga og sögulegur skáldskapur öðru fremur „sögulegur“ og „skáldskapur“. Eða – er hvorttveggja fyrst og fremst vara í neyslusamfélagi? Kapítalisminn leitast við að gera sérhverja reynslu manna að vöru, skáldskapariðju og -lestur, ekki síður en annað. Nafnið á þessari grein má tengja ýmsum bollaleggingum um hvað slíkt hefur í för með sér. Ég sæki heitið til Jóns Thoroddsen sem skrifaði um sögulegu skáldsöguna Terra nostra eftir Carlos Fuentes árið 2009. Jón segir m.a: Sú saga sem sagnfræðin fjallar um fjarlægist okkur stöðugt en mannkynssagan sem söguleg skáldsaga […], færir hana til okkar og gerir okkur kleift að endurmeta hana á skapandi hátt.18 Ýmsir erlendir höfundar og fræðimenn taka dýpra í árinni en Jón og eru svartsýnni en hann. Fyrir u.þ.b. 30 árum talaði bandaríski bókmennta fræð- ingur inn Fredric Jameson um áhuga manna á fortíðinni sem aðlögunar- túrisma (e. adaptive tourism).19 Seinna hafa menn oftar en einu sinni líkt áhuga mönnum um sögu, þar á meðal lesendum sögulegra skáldsagna, við túrista í tímaferðalagi. Þeir hafa þá notað merkimiða eins og „túristinn í sögunni“ (e. the tourist in history) – en það er „sá sem stendur utan menn- ingarinnar og horfir á atburði án þess að finna til nokkurrar ábyrgðar“20 – „trámatúristinn“ (e. trauma tourist) og ,fyrirmyndar‘ferðalangurinn (e. ,ideal‘ visitor). Um þá seinni tvo hefur verið sagt: Trámatúristar leita tilbreytingar frá tiltölulega friðsælli (og hugsanlega leiðinlegri) nútíð með því að heimsækja tilkomumikla staði þar sem ofbeldisfull söguleg átök og grimmd hafa átt sér stað […] í miklu vafasamari tilgangi en þeim siðræna sem knýr ,fyrirmyndar‘ferðalanginn áfram. Hinn síðarnefndi fer á slíka staði til að taka vitandi vits þátt í sameiginlegri sorg og minningarathöfn eða til að tjá sínar eigin kenndir og minningar […] um leið og hann reynir að verða sér úti um einhverja sögulega þekkingu og skilning á atburðunum sem tengjast stöðunum […] Tráma- túristar sækjast í raun eftir spennu […]21 Ég ætla ekki að staldra lengi við þessar ólíku gerðir túrista, en get þó ekki stillt mig um að nefna tvennt. Í fyrsta lagi held ég að það sé alltaf ástæða til að TMM_3_2018.indd 81 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.