Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 102
K o l b r ú n H a l l d ó r s d ó t t i r 102 TMM 2018 · 3 Eitt af mikilvægustu atriðum menningarstefnunnar frá 2013 er áherslan á faglega úthlutun opinberra fjármuna til sjálfstæðrar lista- og menningar- starfsemi, þar sem þess er krafist að viðhöfð sé reglan um hæfilega fjarlægð, úthlutunin byggi á faglegu umsóknarferli og að jafningjamat að akademískri fyrirmynd liggi til grundvallar. Raunar hefur stjórnvöldum gengið misvel að halda í þessi prinsipp. Til marks um það er tilhneiging fjárlaganefndar Alþingis að taka sjálfstæðar ákvarðanir um stuðning við einstök list- og menningartengd verkefni, sem eiga þó rétt á framlögum úr hinum ýmsu fagtengdu sjóðum – sjóðum sem flestir starfa samkvæmt lögum, en hafa því miður verið fjársveltir árum saman, jafnt fyrir hrun sem eftir. Það hefur verið eitt af áherslumálum BÍL að stjórnvöld efli sjóðina, sem eru lykill að stuðningi hins opinbera við þennan skapandi geira atvinnulífs og sam- bærilegir við annað sjóðakerfi stjórnvalda til eflingar atvinnulífi. Einnig vegur nokkuð að öflugir starfslaunasjóðir draga úr líkunum á að sótt sé um stuðning framhjá kerfinu beint til fjárlaganefndar. Þannig eru sjóðirnir tæki löggjafans til að tryggja faglega úthlutun fjármuna og um leið er þeim ætlað að draga úr freistnivanda sem skapast getur hjá stjórnmálamönnum sem kunna að vilja sefa fjárþörf list- og menningartengdar starfsemi í einstökum byggðarlögum eða kjördæmum. Ég segi, það er ekki til nein dýr menníngarstofnun. Að vera ómentaður, það eitt er dýrt; að kunna ekki að meta fagrar listir, það er svo ofsalegur munaður að mannkynið ber hann ekki. Þegar um það er að ræða að vinna eitthvert menníngarafrek í þágu alþjóðar, kemur kostnaðurinn ekki málinu við, heldur er spurníngin sú ein: hvernig er það hægt? Á undanförnum árum hefur umsögn BÍL um fjárlagafrumvarp Alþingis verið unnin í samvinnu við stofnanir sem byggja starfsemi sína á listsköpun, t.d. listasöfn, sinfóníuhljómsveitir, leikhús og miðstöðvar listgreina og hönn- unar. Sú vinna gefur skýrar vísbendingar um að list- og menningarstarfsemi sem rekin er af ríkinu sé almennt þröngur stakkur skorinn og í flestum til- fellum undirfjármögnuð. Ætla mætti að sú staða helgist að einhverju marki af niðurskurðinum sem gerður var á framlögum til stofnananna og sjálfstæðrar starfsemi eftir efnahagshrunið fyrir tíu árum, en sú skýring er ekki full- nægjandi, því á árunum fyrir hrun hafði aukist nokkuð að stórfyrirtæki og fjársterkir aðilar legðu fjármuni til opinberra lista- og menningarstofnana, en á sama tíma héldu stjórnvöld að sér höndum með að hækka sín framlög. Við hrunið hvarf því ekki einasta allur stuðningur einkaaðila við listgreinarnar heldur skáru stjórnvöld sín framlög niður um 20% nánast á einu bretti og eftir því sem næst verður komist hefur sá niðurskurður ekki skilað sér til baka að fullu. Þó er erfitt að staðhæfa um það þar sem talnaefni um listir og menningu hefur ekki verið skráð af opinberum aðilum með sama hætti og hagtölur annarra atvinnugreina, þrátt fyrir ítrekaðar óskir og ábendingar BÍL um nauðsyn þess. TMM_3_2018.indd 102 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.