Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 118
H u g v e k j u r 118 TMM 2018 · 3 ríkisvaldsins, réttlæti og frelsi nægir ekki til að svara spurningum um veru- leika stjórnmálanna; t.d. spurningum um hvað fólk gerir þegar á hólminn er komið. Svara spurningum um viðbrögð fólks þegar það stendur andspænis kúgun og ofbeldi. Hver eru viðbrögðin þegar hætta steðjar að lýðræði og mann- réttindum? Býst það til varnar? Situr það hjá aðgerðalaust eða gengur jafnvel til liðs við öfgaöflin? Svar stjórnmálafræðinnar í Banda- ríkjunum eftir seinna stríð við slíkum spurningum var að innleiða hina vís- indalegu aðferð til að útskýra veruleika stjórnmálanna. Stjórnmálafræðin átti fyrst og fremst að rannsaka veruleika stjórnmálanna í fortíð, nútíð og líklegri framtíð. Allir stjórnmálafræðingar þyrftu að greina vandlega á milli tvenns konar spurninga um stjórnmál: Hvernig eiga stjórnmál að vera? og Hver er veruleiki stjórnmálanna í fortíð, nútíð og líklegri framtíð? Síðan ættu stjórnmálafræðingar að spyrja gagnrýninna spurninga um ástand stjórnarfars – miðaði það í áttina að því að láta hugsjónir rætast eða ríkti tvöfeldni í stjórnmálum; voru göfug markmið sett en veruleiki stjórnmál- anna allt annar? Gagnrýnin hugsun um stjórnmál nærist á spennunni á milli þess sem stjórnmál eiga að vera og þess sem þau eru. Á fyrsta námsári mínu í Bandaríkj- unum fékk ég semsagt innsýn í nýja ver- öld. Veröld stjórnmála á Vesturlöndum og veröld stjórnmálafræðinnar, fræði- greinar á krossgötum. Áhuginn á frama í íslenskum stjórnmálum hvarf eins og hendi væri veifað. Það var hreinlega ekkert spennandi lengur að verða stjórnmálamaður á Íslandi. Ég gekk inn í heim stjórnmálafræðinnar, inn í háskólasamfélag í Bandaríkjunum. Þar með var ég einnig orðinn þátttakandi í verðleikasamfélagi þar sem spurt var um hæfni og framlag en ekki um flokksskírteini, frændgarð eða klíku- bræður. Ég var orðinn frjáls til að skapa mér forvitnilegt líf. Ég vildi leita sann- leikans um stjórnmál, bæði hvernig þau ættu að vera og hvernig þau væru í veru- leikanum. Satt að segja var ég – og er enn – miklu forvitnari um möguleika og takmarkanir vísindalegra rannsókna um stjórnmál heldur en þá stjórnmála- fræði sem eingöngu fæst við hvernig stjórnmál eiga að vera. Gildakenningar eru þó vissulega ómissandi í stjórnmála- fræði til að greina hvaða gildi ætti að hafa í heiðri í stjórnmálum. Stjórnmálafræðin á ekki og getur ekki verið hlutlaus (e. neutral) – hverj- um einasta stjórnmálafræðingi á t. d. að þykja vænt um lýðræðið og réttarríkið. Standa gegn óvinum þess en vera í liði þeirra sem sýna réttlætiskennd sína í verki. Meginverkefni stjórnmálafræð- innar er hins vegar að rannsaka af hlut- lægni (e. objectivity) reynsluna af stjórnmálum, rannsaka veruleika stjórnmálanna – öðlast þann kjark og það vit sem Niebuhr kallaði eftir í Æðruleysisbæninni. Ég kom heim 1973 til að skrifa doktors- ritgerð. Ári seinna varð ég fastráðinn kennari í Háskóla Íslands við Náms- braut í þjóðfélagfræði sem stofnuð var árið 1970. Þar voru í upphafi þrír kenn- arar: Haraldur Ólafsson í mannfræði, Ólafur Ragnar Grímsson í stjórnmála- fræði og Þorbjörn Broddason í félags- fræði. Allir stóðu þeir mér miklu framar í að hugsa, kenna og skrifa á íslensku. Voru virkir þátttakendur í íslensku þjóðlífi, menningu og fræðastarfi. Þeir TMM_3_2018.indd 118 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.