Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 118
H u g v e k j u r
118 TMM 2018 · 3
ríkisvaldsins, réttlæti og frelsi nægir
ekki til að svara spurningum um veru-
leika stjórnmálanna; t.d. spurningum
um hvað fólk gerir þegar á hólminn er
komið. Svara spurningum um viðbrögð
fólks þegar það stendur andspænis
kúgun og ofbeldi. Hver eru viðbrögðin
þegar hætta steðjar að lýðræði og mann-
réttindum?
Býst það til varnar?
Situr það hjá aðgerðalaust eða gengur
jafnvel til liðs við öfgaöflin?
Svar stjórnmálafræðinnar í Banda-
ríkjunum eftir seinna stríð við slíkum
spurningum var að innleiða hina vís-
indalegu aðferð til að útskýra veruleika
stjórnmálanna. Stjórnmálafræðin átti
fyrst og fremst að rannsaka veruleika
stjórnmálanna í fortíð, nútíð og líklegri
framtíð. Allir stjórnmálafræðingar
þyrftu að greina vandlega á milli tvenns
konar spurninga um stjórnmál:
Hvernig eiga stjórnmál að vera?
og
Hver er veruleiki stjórnmálanna í fortíð,
nútíð og líklegri framtíð?
Síðan ættu stjórnmálafræðingar að
spyrja gagnrýninna spurninga um
ástand stjórnarfars – miðaði það í áttina
að því að láta hugsjónir rætast eða ríkti
tvöfeldni í stjórnmálum; voru göfug
markmið sett en veruleiki stjórnmál-
anna allt annar?
Gagnrýnin hugsun um stjórnmál
nærist á spennunni á milli þess sem
stjórnmál eiga að vera og þess sem þau
eru.
Á fyrsta námsári mínu í Bandaríkj-
unum fékk ég semsagt innsýn í nýja ver-
öld. Veröld stjórnmála á Vesturlöndum
og veröld stjórnmálafræðinnar, fræði-
greinar á krossgötum. Áhuginn á frama
í íslenskum stjórnmálum hvarf eins og
hendi væri veifað. Það var hreinlega
ekkert spennandi lengur að verða
stjórnmálamaður á Íslandi. Ég gekk inn
í heim stjórnmálafræðinnar, inn í
háskólasamfélag í Bandaríkjunum. Þar
með var ég einnig orðinn þátttakandi í
verðleikasamfélagi þar sem spurt var
um hæfni og framlag en ekki um
flokksskírteini, frændgarð eða klíku-
bræður. Ég var orðinn frjáls til að skapa
mér forvitnilegt líf. Ég vildi leita sann-
leikans um stjórnmál, bæði hvernig þau
ættu að vera og hvernig þau væru í veru-
leikanum. Satt að segja var ég – og er
enn – miklu forvitnari um möguleika
og takmarkanir vísindalegra rannsókna
um stjórnmál heldur en þá stjórnmála-
fræði sem eingöngu fæst við hvernig
stjórnmál eiga að vera. Gildakenningar
eru þó vissulega ómissandi í stjórnmála-
fræði til að greina hvaða gildi ætti að
hafa í heiðri í stjórnmálum.
Stjórnmálafræðin á ekki og getur
ekki verið hlutlaus (e. neutral) – hverj-
um einasta stjórnmálafræðingi á t. d. að
þykja vænt um lýðræðið og réttarríkið.
Standa gegn óvinum þess en vera í liði
þeirra sem sýna réttlætiskennd sína í
verki. Meginverkefni stjórnmálafræð-
innar er hins vegar að rannsaka af hlut-
lægni (e. objectivity) reynsluna af
stjórnmálum, rannsaka veruleika
stjórnmálanna – öðlast þann kjark og
það vit sem Niebuhr kallaði eftir í
Æðruleysisbæninni.
Ég kom heim 1973 til að skrifa doktors-
ritgerð. Ári seinna varð ég fastráðinn
kennari í Háskóla Íslands við Náms-
braut í þjóðfélagfræði sem stofnuð var
árið 1970. Þar voru í upphafi þrír kenn-
arar: Haraldur Ólafsson í mannfræði,
Ólafur Ragnar Grímsson í stjórnmála-
fræði og Þorbjörn Broddason í félags-
fræði. Allir stóðu þeir mér miklu framar
í að hugsa, kenna og skrifa á íslensku.
Voru virkir þátttakendur í íslensku
þjóðlífi, menningu og fræðastarfi. Þeir
TMM_3_2018.indd 118 23.8.2018 14:19