Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 123
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 123 er ólík jafnöldrum sínum, hún laðast að konum. Í Frakklandi sjöunda áratugar- ins var samkynhneigð enn þá glæpur og Pauline leynir hneigðum sínum fyrir umhverfinu, þótt það sé ekki laust við að móður hennar gruni hvernig í pott- inn er búið. Á námsárunum í París fær hún íslenska stúlku, Höllu, sem her- bergisfélaga og verður ástfangin af henni. Á milli þeirra gerist ekkert en ungur og metnaðargjarn prestur, faðir Raffin, kemst að því að þær deila rúmi í mestu vetrarkuldunum og nær með því tangarhaldi á Pauline. Vitneskju sína notar hann til að stía þeim Höllu í sund- ur og seinna til að kúga systur Jóhönnu Maríu þegar hún er orðin nunna og hann kardínáli. Takið sem séra Raffin hefur á systur Jóhönnu Maríu verður til þess að hún er send til Íslands til að rannsaka ásakanir á hendur skólastjóra kaþólsks skóla í Reykjavík og samstarfskonu hans um kynferðisofbeldi sem þau hafa beitt drengi í skólanum. Það er ekkert laun- ungarmál að hér byggir Ólafur Jóhann á sögulegum atburðum sem komust í hámæli með skýrslu Rannsóknarnefnd- ar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem kom út árið 2012. Systur Jóhönnu Maríu verður lítið ágengt í rannsókn sinni. Skólastjórinn og samstarfskona hans, fröken Stein, snúast til varnar og aðstandendur drengjanna sem um ræðir þora ekki að horfast í augu við afleiðingarnar af ásökununum. Rannsókninni er sjálf- hætt þegar skólastjórinn, séra Ágúst Frans, hrapar til bana úr kirkjuturnin- um, ekkert virðist benda til annars en að hann hafi fyrirfarið sér. Málið er þaggað niður og kardínálinn stingur skýrslu Jóhönnu undir stól. Það er ekki fyrr en löngu seinna, þegar ungur drengur sem varð vitni að dauða prests- ins er orðinn fullorðinn maður og vill fá að hitta systur Jóhönnu Maríu aftur, að kirkjan neyðist að líkindum til að horf- ast í augu við það. Aðalpersóna og sögumaður Sakra- mentisins hefur helgað líf sitt þjónustu við kirkjuna og bágstadda, meðal annars í Afríku. En þótt systir Jóhanna María kunni að birtast öðrum persónum sög- unnar sem vingjarnleg eldri nunna, heil og óskipt í sinni trú, þá er persóna hennar flóknari eins og lesendur sjá hana innan frá. Hún hefur guðsorð á hraðbergi og þær ritningargreinar sem hún vísar oftast til, bæði beint og óbeint, eru orð Páls um kærleikann úr fyrra Kórintubréfi. En þótt þau orð séu henni haldreipi og hún miðli þeim til annarra á hún líka til harðari tón í viðskiptum sínum við almættið. Lesandi sem er kunnugur skáldsög- um Ólafs Jóhanns sér fljótt að býsna margt er sameiginlegt með Sakrament- inu og þeirri skáldsögu Ólafs Jóhanns sem fyrr var nefnd, Slóð fiðrildanna. Frásagnaraðferðin er keimlík. Í báðum sögum segja eldri konur sögu sína, sög- urnar eru á þremur tímaplönum, per- sónurnar snúa báðar aftur til Íslands eftir langa fjarveru til að horfast í augu við fortíðina. Í báðum sögunum kemur við sögu samkynhneigð sem þarf að fara leynt. Ýmis smáatriði tengja sögurnar líka saman, stundum er engu líkara en höfundur sé að kinka kolli til eigin verks og styrkja þessa hliðstæðu, þannig skilja báðar aðalpersónurnar eftir hund erlendis þegar þær leggja af stað til Íslands. Það eru líka sameiginlegir drættir í æviferli aðalpersóna Sakramentisins annars vegar og Slóðar fiðrildanna hins vegar. Báðar hafa þær orðið ástfangnar sem ungar konur og aldrei síðan. Paul- ine gengur í klaustur, Ásdís í Slóð fiðr- ildanna býr með vini sínum og félaga Anthony, samband þeirra er platónskt TMM_3_2018.indd 123 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.