Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 128
U m s a g n i r u m b æ k u r
128 TMM 2018 · 3
kunnugleg stef og nafnleysi stúlkunnar
undirstrikar að Smartís er saga kynslóð-
ar, eða jafnvel unglinga almennt, óháð
tíma og rúmi; bók sem fangar þversagn-
irnar og tilfinningarnar sem einkenna
unglingsárin.
Einar Már Jónsson
Sósíalisti með
silkihanska
Styrmir Gunnarsson: Uppreisnarmenn
frjálshyggjunnar, byltingin sem aldrei
varð. Veröld 2017. (Með hliðsjón af
bókunum Allt kann sá er bíða kann,
æsku- og athafnasaga Sveins R. Eyj-
ólfssonar eftir Silju Aðalsteinsdóttur
og Í liði forsætisráðherra eða ekki eftir
Björn Jón Bragason.)
Ef hægt er að gagnrýna bók Styrmis
Gunnarssonar Uppreisnarmenn frjáls-
hyggjunnar, byltingin sem aldrei varð
fyrir eitthvað er það að hann skuli vill-
ast inn á braut sem glapið hefur margan
sagnfræðinginn, semsé skýra rás sög-
unnar sem einhvers konar röklegt ferli
þar sem menn með sínar hugmyndir,
áform og líka takmarkanir eigast við;
órökréttum tilfinningum þeirra, for-
dómum, reiði, geðsveiflum, jafnvel
hreinni glópsku, er hins vegar vísað út í
ystu myrkur, þar sem þeim er uppálagt
að vera til friðs.
Eins og Styrmir segir sjálfur settist
hann niður við að skrifa þessa bók þegar
hann var orðinn úrkula vonar um að
sjálfstæðismenn gerðu nokkurt raun-
hæft uppgjör eftir hrunið 2008, ljóst var
orðið að þeir ætluðu ekki að líta í eigin
barm og spyrja sjálfa sig hvaða mistök
þeir kynnu að hafa gert, hvort stefna
þeirra í meira en áratug hefði kannski
verið röng og hvað nú mætti gera til að
leiðrétta siglinguna. Fylgishrun flokks-
ins hefði þó átt að vera hvati til þess. Að
vísu var ein heiðarleg tilraun gerð til að
vekja máls á ábyrgð flokksins, en hún
rann strax út í sandinn og þá var málið
látið niður falla, þegjandi og hljóðalaust
að því er virðist, en á því kann Styrmir
enga skýringu.
Í frásögn hans endurspeglast því
hvernig dyggur sjálfstæðismaður lítur á
sögu undanfarinna áratuga, hvernig
hann leitast við að finna mistökin, án
þess að ráðast á flokkinn sem slíkan, og
hvernig hann reynir, eins og eðlilegt má
teljast, að draga fram það sem flokkur-
inn kann að hafa sér til málsbóta. Hvað
sem annars má um frásögnina segja er
hún gagnlegt framlag til umræðunnar,
þarna kemur fram ein hlið málsins sem
vert er að gefa gaum.
Styrmir hefur frásögn sína með stutt-
orðri lýsingu á stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, þeirri stefnu sem gerði hann sjálfan
að sjálfstæðismanni, og hann vill kenna
við arfleifðina frá Ólafi Thors og Bjarna
Benediktssyni eldra. Hún byggðist á
þjóðlegum grunni, segir hann, og nefnir
þá líka „varnarsamstarfið við Bandarík-
in“ (sem einhver gárunginn kynni
reyndar að segja að hafi tekið skoplegar
dýfur síðan, en það er ekki viðfangsefni
Styrmis þótt hann ýi að því síðar í bók-
inni), síðan dregur hann fram „áherzlu
á einkaframtak og frjálsa samkeppni en
jafnframt velferðarstefnu, sem segja má
að hafi verið innsigluð með byltingu í
félagslegri þjónustu Reykjavíkurborgar í
borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar.
Þetta var sú grundvallarstefna sem gerði
Sjálfstæðisflokkinn að svo breiðum
stjórnmálaflokki sem raun varð á“ (bls.
20–21).
Nokkru síðar bendir Styrmir á
TMM_3_2018.indd 128 23.8.2018 14:19